fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Í sjálfheldu í Helgafelli – Innbrot í Hafnarfirði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 05:31

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær ungar stúlkur lentu í sjálfheldu í Helgafelli í Mosfellsbæ í gær. Þær voru aðstoðaðar við að komast niður og ók lögreglan þeim síðan heim. Þeim var orðið kalt en annars amaði ekkert að þeim. Brotist var inn í fyrirtæki í Hafnarfirði í nótt. Styggð virðist hafa komið að innbrotsþjófinum eða innbrotsþjófunum þegar öryggiskerfi fór í gang og virðast engu hafa verið stolið.

Í Breiðholti var kveikt í ruslatunnu við bensínstöð. Ekkert tjón hlaust af. Í miðborginni var ölvuðum manni vísað út úr verslun en hann hafði lagst til hvílu í lagerrými hennar.

Einn ökumaður var handtekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga