fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Slagsmál og líkamsárás í miðbænum

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 18. apríl 2021 09:03

mynd/frettabladid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð var um að vera hjá lögreglunni í nótt miðað við dagbók lögreglunnar sem send var á fjölmiðla í morgun. Sérstaklega var mikið um stöðvaðar bifreiðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Samtals voru 7 bifreiðir stöðvaðar af lögreglunni í gærkvöldi og í nótt þar sem ökumenn voru ýmist grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einn ökumannanna sem var stöðvaður reyndist ekki vera með bílpróf.

Þá var ungur ökumaður stöðvaður fyrir að keyra bíl sínum á 193 kílómetra hraða á klukkustund á vegi þar sem hámarkshraði var 80 kílómetra hraði á klukkustund. Fjölskyldu ökumannsins var gert viðvart vegna ungs aldurs hans og barnavernd fékk einnig að vita af málinu.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu í verslun í miðbænum klukkan 22:22 í nótt vegna slagsmála og um hálf ellefu var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum.

Tilkynnt var um umferðarslys í 110 Reykjavík þar sem ökumaður hafði ekið á ljósastaur. Ökumaður bílsins er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins eftir að hann var færður til skoðunar á bráðamóttöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi