fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Frumvarp um skipta búsetu barns samþykkt á Alþingi

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 14:44

mynd/Daníel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp um breytingar á barnalögum á þann veg að börn geti framvegis haft skráða búsetu hjá báðum foreldrum sínum, en ekki aðeins einu, var samþykkt á Alþingi nú rétt eftir hádegi í dag.

Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi en varð ekki að lögum, en hugmyndin margoft verið rædd. Það var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á þingi.

„Það tókst loksins núna – loksins,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook í kjölfar atkvæðagreiðslunnar.

Með frumvarpinu er foreldrum barns sem ekki búa saman gert kleift að semja um skipta búsetu barns við tilteknar aðstæður. Í frumvarpinu er þá gert ráð fyrir að foreldrar sem semji um forsjá barns semji jafnframt um sameiginlega ábyrgð á framfærslu barnsins.

Mikið er lagt upp úr því í frumvarpinu að litið sé til hagsmuna barnsins og að það fái tækifæri til þess að tjá sinn vilja í samningaferlinu.

Í umsögn með frumvarpinu eru helstu breytingar í því listaðar upp:

  • Nýtt ákvæði um heimild til að semja um skipta búsetu barns.
  • Lögbundnar forsendur samninga foreldra um forsjá, búsetu og umgengni í viðeigandi lagaákvæðum.
  • Nýtt ákvæði um samtal að frumkvæði barns.
  • Skýrari ákvæði um rétt barns til að tjá sig.
  • Breyting á ákvæðum um framfærslu og meðlag með áherslu á aukið samningsfrelsi foreldra.

Börn munu áfram þurfa að velja að hafa lögheimili á einum stað.

Lögin öðlast gildi 1. janúar næsta árs.

Hin nýsamþykktu lög hafa ekki enn verið birt á heimasíðu Alþingis, en feril frumvarpsins, frumvarpsdrög og breytingartillögur má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi