fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Fréttir

Frumvarp um skipta búsetu barns samþykkt á Alþingi

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 14:44

mynd/Daníel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp um breytingar á barnalögum á þann veg að börn geti framvegis haft skráða búsetu hjá báðum foreldrum sínum, en ekki aðeins einu, var samþykkt á Alþingi nú rétt eftir hádegi í dag.

Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi en varð ekki að lögum, en hugmyndin margoft verið rædd. Það var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á þingi.

„Það tókst loksins núna – loksins,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook í kjölfar atkvæðagreiðslunnar.

Með frumvarpinu er foreldrum barns sem ekki búa saman gert kleift að semja um skipta búsetu barns við tilteknar aðstæður. Í frumvarpinu er þá gert ráð fyrir að foreldrar sem semji um forsjá barns semji jafnframt um sameiginlega ábyrgð á framfærslu barnsins.

Mikið er lagt upp úr því í frumvarpinu að litið sé til hagsmuna barnsins og að það fái tækifæri til þess að tjá sinn vilja í samningaferlinu.

Í umsögn með frumvarpinu eru helstu breytingar í því listaðar upp:

  • Nýtt ákvæði um heimild til að semja um skipta búsetu barns.
  • Lögbundnar forsendur samninga foreldra um forsjá, búsetu og umgengni í viðeigandi lagaákvæðum.
  • Nýtt ákvæði um samtal að frumkvæði barns.
  • Skýrari ákvæði um rétt barns til að tjá sig.
  • Breyting á ákvæðum um framfærslu og meðlag með áherslu á aukið samningsfrelsi foreldra.

Börn munu áfram þurfa að velja að hafa lögheimili á einum stað.

Lögin öðlast gildi 1. janúar næsta árs.

Hin nýsamþykktu lög hafa ekki enn verið birt á heimasíðu Alþingis, en feril frumvarpsins, frumvarpsdrög og breytingartillögur má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Þrjú smit í gær
Fréttir
Í gær

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR
Fréttir
Í gær

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Datt og þríbrotnaði á leiðinni frá eldgosinu – Lýsir mögnuðum náungakærleik Íslendinga og þakkar ókunnugu stúlkunni

Datt og þríbrotnaði á leiðinni frá eldgosinu – Lýsir mögnuðum náungakærleik Íslendinga og þakkar ókunnugu stúlkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm smit og flestir í sóttkví

Fimm smit og flestir í sóttkví