fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Rannsaka skotárásirnar ekki sem hryðjuverk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 07:59

mynd/Anton Brink og skjáskot ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari vinnur nú að rannsókn á skotárásum á bíl borgarstjóra og skrifstofu Samfylkingarinnar. Málin eru ekki rannsökuð sem hryðjuverk.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar hafi ekki haft nein kynni af Halli Gunnari Erlingssyni, sem er grunaður um að hafa skotið á skrifstofu flokksins og bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra. Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, sagði að lögreglan hefði spurt starfsfólkið um Hall.

Hallur, sem er sextugur, er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag og ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. Málið er rannsakað sem brot gegn valdstjórninni og því er það embætti héraðssaksóknara sem fer með rannsókn þess en ekki lögreglan.

Fréttablaðið hefur eftir Kolbrúnu Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara, að skotárásirnar séu ekki rannsakaðar sem hryðjuverk þar sem ekkert hafi komið fram við rannsókn málsins sem bendi til að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Ekki hefur verið skýrt frá af hverju grunur beinist að Halli en hann er skráður eigandi skotvopna. Annar maður var handtekinn vegna málsins og var lagt hald á skotvopn í hans eigu vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi