Föstudagur 05.mars 2021
Fréttir

Deilur um körfuboltamyndina halda áfram – „Afreksvæðing er afreksvæðing“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 17:00

Brynjar Karl Sigurðsson (t.v.) og Viðar Halldórsson. Samsett mynd úr Youtube-skjáskotum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langvarandi og viðamiklar ritdeilur hafa átt sér stað um heimildarmyndina Hækkum rána, sem fjallar um körfuboltalið barnungra stúlkna sem mótmæltu því með eftirminnilegum hætti við verðlaunaafhendingu eftir Íslandsmót árið 2019 að hafa ekki fengið að etja kappi við stráka á mótinu.

Þjálfari liðsins, Brynjar Karl Sigurðsson, beitti þar eigin aðferðafræði þar sem körfubolti varð að tæki til að valdefla stúlkur, auka sjálfstraust þeirra og gera þær hæfari til að takast á við lífið.

Umtöluðustu skrifin í umræðunni um myndin eru líklega grein sem Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, birti á Kjarnanum. Í sem allra stystu máli sagði Viðar þar að markmiðið, að valdefla stúlkur, hafi verið gott, en aðferðir Brynjars hafi verið mjög vafasamar, hann hafi beitt úreltum þjálfunaraðferðum sem hafi í raun falið í sér afreksvæðingu barnaíþrótta, stefnu sem valdi því að þeir lakari heltist úr lestinni og álagsmeiðsli verði vandamál meðal barnanna.

Þessi ályktun Viðars hefur vakið harða gagnrýni. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson segir að prófessorinn hafi ekki unnið heimavinnuna sína því fráleitt sé að hann hafi fylgt afreksvæðingu við þjálfunina. Í viðtali við einn fjölmiðil sagði Brynjar að hann myndi þjálfa manneskju með staurfót í körfubolta svo lengi sem viðkomandi væri tilbúin að leggja sig fram. Hins vegar hafi verið fylgt svokallaðri eljustefnu þar sem iðkendum var skipt niður eftir ástríðu þeirra og vilja til að leggja á sig.

Sjá einnig: Brynjar svarar gagnrýni Viðars

Foreldrar sem eiga dóttur í stúlku í körfuboltahópi Brynjars svöruðu Viðar og sögðu hann hafa gert mistök með grein sinni. Sú grein birtist einnig á Kjarnanum.

Hjónin lýsa þeim jákvæðu áhrifum sem þjálfun Brynjars hefur haft á dóttur þeirra og hafi hennar eflt hana á öðrum sviðum lífsins en bara körfubolta. Þau segja meðal annars:

„Áherslan var á að bæta sjálfa sig frekar en að ein­blína ein­göngu á ytri árangur og loka­nið­ur­stöðu eins og titla og verð­launa­pen­inga. Að hennar sögn var hún næst­lé­leg­ust í upp­hafi en fann sig meira í körf­unni af því Brynjar Karl bar virð­ingu fyrir þeim sem leggja sig fram óháð getu eða hæfi­leik­um. Hún náði eftir þrot­lausa vinnu að bæta sig. Sem for­eldrar tókum við eftir hröðum bæt­ing­um, ekki í körfu­bolta, heldur í skóla og sam­skiptum en hún hafði verið lítil í sér áður og látið aðra krakka stjórna sér um of. Í kjöl­farið hefur hún axlað meiri ábyrgð á eigin námi þar sem venjur úr körf­unni heim­fær­ast á önnur verk­efni í líf­inu.“

Foreldrarnir telja að grein Viðars uppfylli ekki kröfur sem gera eigi til nálgunar af hálfu fræðimanns, þar sem hann hafi augljóslega ekki aflað sér gagna.

Segir tal um „eljustefnu“ vera orðaleik

„Stóll er stóll, þó að hann sé notaður sem trappa,“ segir Viðar í fyrirsögn nýrrar greinar sinnar um málið og endurtekur þau orð inni í textanum. Talið um eljustefnu sé aðeins orðaleikur, hún sé aðeins annað orð yfir þá afreksvæðingu barnaíþrótta sem Brynjar hafi gerst sekur um:

„Í fyrri grein minni um efnið útskýrði ég í lengra máli að um væri að ræða skýrt dæmi um óæski­lega afrek­svæð­ingu barna­í­þrótta. Þjálf­ar­inn og stuðn­ings­fólk hans hafa í kjöl­farið svarað því til að alls ekki sé um afrek­svæð­ingu að ræða, án þess þó að hrekja þær for­sendur sér­stak­lega. Þess í stað segja þau að það sé fyrst og fremst verið að fram­fylgja svo­kall­aðri „elju­stefnu“ en ekki „af­reks­stefn­u“. Þetta er bara leikur að orðum og hug­tök­um. Við getum kallað hluti hvaða nafni sem okkur sýnist, það breytir þó ekki eðli hlut­anna. Stóll er alltaf stóll, þó svo hann sé not­aður sem trappa. Afrek­svæð­ing er afrek­svæð­ing, þó hún sé í þessu til­felli kölluð „elju­stefna“.“

Viðar rökstyður enn fremur ítrekaðar fullyrðingar sínar um að aðferðir Brynjars flokkist undir afreksstefnu:

„Það sem kom fram í mynd­inni, auk þeirra upp­lýs­inga sem ég hef fengið hjá fjölda fólks á und­an­förnum dög­um, sýnir svo ekki er um villst að um afrek­svæð­ingu barna­starfs var að ræða. Afrek­svæð­ing íþrótta byggir á snemm­bærri sér­hæf­ingu í ákveð­inni íþrótt, óhóf­lega miklu magni æfinga fyrir unga og óharðn­aða lík­ama, úti­lokun ákveð­inna iðk­enda vegna skorts á færni, áhuga eða ann­arra bjarga eins og tíma eða fjár­magni, og pressu á fram­farir og árangur iðk­enda, svo eitt­hvað sé nefnt, með það að leið­ar­ljósi að móta afreks­fólk fram­tíð­ar­innar…“

Viðar bendir enn fremur á að þjálfunaraðferðir séu ekki einkamál hvers þjálfara en Brynjar hafi fylgt eigin, heimasmíðuðum aðferðum, sem hann segist ekki einu sinni treysta öðrum þjálfurum til að beita. Þessar aðferðir gangi síðan gegn því sem vísindasamfélagið viðurkenni. Viðar skefur ekki utan af því frekar en í fyrri greininni:

„Þessar aðferðir eru því fjarri lagi yfir gagn­rýni hafnar og í raun er mikið umhugs­un­ar­efni að þjálf­ar­inn hafi, jafn lengi og raun bar vitni, fengið að beita þessum umdeildu aðferðum í sínu starfi. Með öðrum orðum þá er þjálf­ar­inn í raun búinn að upp­lýsa að hann hafi verið að beita til­rauna­starf­semi á börn í íþrótt­um, til­raunastarf­semi sem hvorki hefur verið próf­uð, sann­reynd eða fengið við­ur­kenn­ingu óháðra og ábyrgra aðila. Hér vakna ótal spurn­ingar um ábyrgð þjálf­ar­ans sem og ábyrgð íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar.“

Segir gagnrýni sína réttmæta

Telur Viðar raunar að þetta framtak Brynjars sé tilefni til að efla eftirlit með þjálfun barna í íþróttum og tryggja að þau fái rétta og góða þjálfun. Segist hann jafnframt hafa fengið efasemdir sínar um aðferðir Brynjars enn frekar staðfestar eftir þær umræður sem hafa átt sér stað um myndina „Hækkum rána“ undanfarið. Hann stendur því við gagnrýni sína en viðurkennir þó að frammistaða stúlknanna undir stjórn Brynjars sé aðdáunarverð:

„Þessar upp­lýs­ingar stað­festa rétt­mæti upp­haf­legu gagn­rýni minnar á þjálf­un­ar­að­ferðir stúlkn­anna. Ég stend því að fullu við fyrri ummæli mín um að allt bendi til þess að skýr og óæski­leg afreks­stefna hafi verið rekin í þjálfun þess­ara stúlkna, þó svo að hlut­irnir hafi verið kall­aðir öðrum nöfn­um. Það breytir þó ekki því að stelp­urnar í mynd­inni eru frá­bærar í körfu­bolta og ekki er annað hægt en að dáðst að hug­rekki þeirra í þeirri bar­áttu sem þær heyja og í þeirri sögu sem sögð er í mynd­inni. En, stelp­urnar sem helt­ust úr lest­inni á leið­inni eða fengu ekki að vera með eru líka frá­bærar og það er ekki við þær að sakast að hafa lent í aðstæðum sem voru bæði óeðli­legar og ósann­gjarn­ar, og að þeirra saga hafi ekki verið sögð. Ég vona bara að þær láti ekki deigan síga. Þeirra tími kemur síð­ar.“

Sjá grein Viðars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verkstjóri fær ekki bætur eftir að mótor féll á höfuð hans – Lögregla og sjúkralið komu á vettvang

Verkstjóri fær ekki bætur eftir að mótor féll á höfuð hans – Lögregla og sjúkralið komu á vettvang
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Uppfært – Konan er fundin

Uppfært – Konan er fundin
Fréttir
Í gær

Veitingamaður við Laugaveg lýsir skelfingarástandi hjá ógæfufólki – „Hef aldrei orðið vitni að eins mikilli eymd“

Veitingamaður við Laugaveg lýsir skelfingarástandi hjá ógæfufólki – „Hef aldrei orðið vitni að eins mikilli eymd“
Fréttir
Í gær

Hvorki smit innanlands né á landamærum

Hvorki smit innanlands né á landamærum
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur maður handtekinn – Göngukona datt – Braut rúðu í lögreglubifreið

Eftirlýstur maður handtekinn – Göngukona datt – Braut rúðu í lögreglubifreið
Fréttir
Í gær

Páll segir að ef gos komi upp þá verði það lengi í gangi – „Vikur eða mánuði, það fer eftir því hvað gosið er ákaft“

Páll segir að ef gos komi upp þá verði það lengi í gangi – „Vikur eða mánuði, það fer eftir því hvað gosið er ákaft“
Fréttir
Í gær

Þrír í framlengt gæsluvarðhald vegna morðsins í Rauðagerði

Þrír í framlengt gæsluvarðhald vegna morðsins í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Covid, jarðskjálftar og nú lakkrísrör – Stærðin skiptir bara víst máli

Covid, jarðskjálftar og nú lakkrísrör – Stærðin skiptir bara víst máli