fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Áramótaskaupið 2020 besta skaupið í langan tíma

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 19. febrúar 2021 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt könnun MMR var áramótaskaupið 2020 það besta sem sést hefur yfir síðasta áratug að mati landsmanna.

85 prósent þátttakenda í könnun MMR sögðu að þeim hefði þótt skaupið gott og 64 prósent töldu það mjög gott. 21 prósent sögðu það frekar gott, 9 prósent bæði og, 3 prósent frekar slakt og 3 prósent mjög slakt.

Þetta eru bestu tölur sem skaupið hefur fengið í fjölda ára. Árið 2013 voru 81 prósent ánægðir með skaupið og svo 2017 voru 76 prósent ánægð.

Skaupið 2020 sló sérstaklega í gegn meðal kvenna en 89 prósent kvenna sögðu það frekar eða mjög gott samanborið við 81 prósent karla.

Ánægja mældist jafnframt meiri meðal svarenda 30 ára og eldri heldur en þeirra sem voru yngri en þrjátíu.

MMR könnuðu líka ánægju með skaupið út frá stjórnmálaskoðunum. Þar kom á daginn að skaupið lagðist best í stuðningsmenn VG, en 94 prósent þeirra sögðu skaupið mjög gott eða frekar gott. 88 prósent Samfylkingarmanna voru ánægðir og 87 prósent Sjálfstæðismanna. Minnst mældist ánægjan meðal Miðflokksmanna en aðeins 73 prósent þeirra sögðu skaupið hafa verið gott og 26 prósent sögðu það hafa verið frekar eða mjög slakt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi