fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fréttir

Alex tjáir sig um föður sinn – Drap móður hans og stjúpmóðurina Freyju

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 11:10

Alex Mogensen. Skjáskot/Min far dræbte min mor og stedmor

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun verður réttað yfir Flemming Mogensen sem er ákærður fyrir að hafa myrt Freyju Egilsdóttur þann 29. janúar síðastliðinn í Malling á Jótlandi í Danmörku. Þau höfðu verið gift og áttu tvö börn saman. Flemming myrti barnsmóður sína, Kristina Hansen, árið 1995 þegar hún var aðeins tvítug að aldri. Nýlega sýndi TV2 Østjylland heimildarmynd um Alex Mogensen, son Flemming, en myndin heitir: Min far dræbte min mor og stedmor (Faðir minn drap móður mína og stjúpmóður).

Var reiður út í heiminn

Myndin byggist að mestu upp á samtölum við Alex sem hefur nú misst móður sína og stjúpmóður en báðar féllu þær fyrir hendi föður hans. Í myndinni ræðir hann meðal annars um reiðiköst föður síns en þau gátu verið ansi mikil. Hann segir Flemming hafa verið skapmikinn og ekki hafi þurft mikið til að hann yrði brjálaður. Hann hafi ekki endilega verið reiður út í einhvern, heldur bara verið reiður út í heiminn. „Maður missti kannski hnífapör á gólfið og hann brjálaðist,“ segir hann.  Það hafi þurft að tipla á tám í kringum hann til að ekkert færi úr skorðum.

Greinilegt er af frásögn Alex að Flemming glímdi við andlega erfiðleika og að þegar hann var undir álagi braust það út í reiðiköstum. Hann glímdi við sjálfsvígshugsanir og sektarkennd vegna morðsins á móður Alex.

Fluttist til föðurins þegar hann losnaði úr fangelsi

Þegar Alex var tíu ára flutti hann frá föðurafa sínum og ömmu, sem höfðu haft forræði yfir honum, til föður síns sem var þá laus úr fangels og farinn að búa með Freyju. „Það var greinilega engum sem datt í hug að það væri slæm hugmynd að ég flytti til föður míns. Það var greinilega bara mjög eðlilegt að hann fengi mig“ segir hann.

Þegar hann er beðinn um að lýsa föður sínum með nokkrum orðum segir hann: „Fúll og reiður.“

Freyja Egilsdóttir. Skjáskot Instagram

Einnig er rætt við Jette Hansen, móður Kristina, sem segir að þau hafi verið mjög ástfangin en þau urðu par þegar Kristina var 17 ára. Flemming er sex árum eldri en hún. Hún segir að eftir því sem tíminn leið hafi farið að bera meira á rifrildum þeirra á milli og að lokum hafi þau slitið sambúð sinni þegar Alex var tæplega tveggja ára. Hún segir einnig að þegar hún líti yfir þá hörmulegu atburði sem hafi einkennt líf Flemming þá hafi ekkert bent til að svo færi þegar hann var yngri og hún hitti hann í fyrsta sinn. Hún segir að það hafi verið henni mikið áfall að Flemming hafi búið yfir svo dökkri hlið eins og raun ber vitni.

Ítrekaðir árekstrar milli Flemming og Freyju

Alex segir að það hafi í raun ekki verið svo mörg ár sem samband Freyju og Flemming var gott. Hann hafi ekki verið svo gamall þegar hann fór að taka eftir árekstrum þeirra á milli og þeim hafi oft legið hátt rómur. Þegar þau rifust hafi hávaðinn oft orðið svo mikill að honum fannst það mjög óþægilegt. „Auðvitað voru stundir sem voru góðar en þær voru ekki svo margar,“ segir hann.

„Ég hef alltaf lært hvernig maður á að gera hlutina með því að skoða hvað faðir minn og Freyja gerðu og síðan gera hlutina algjörlega á hinn veginn. Það á við um margt. Uppeldisaðferðir, hvernig maður á að haga sér í ástarsambandi og hvernig maður á að koma fram við aðra. Ég hef því afar lítið jákvætt að segja um árin sem ég bjó hjá þeim,“ segir hann.

„Við Freyja höfðum það oft gott saman. Svo það hafa verið margar mismunandi tilfinningar en síðustu árin, kannski 3-4 ár, töluðum við mikið um föður minn og samband þeirra og hvernig við gætum hjálpað honum,“ segir hann í myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur bað ríkisstjórnina að íhuga víðtækar lokanir í samfélaginu í 10 daga

Þórólfur bað ríkisstjórnina að íhuga víðtækar lokanir í samfélaginu í 10 daga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lækna-Tómas ósáttur með áform Arion banka – „Úlfur í sauðagæru“

Lækna-Tómas ósáttur með áform Arion banka – „Úlfur í sauðagæru“