fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Prófessor segir að það sé engin lagaheimild fyrir að skólastjórnendur sendi nemendur í sóttkví

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 08:00

Fjöldi barna getur ekki farið í skólann þar sem þau eru í sóttkví. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, segir að engin lagaheimild sé til staðar fyrir því að skólastjórnendur skili nemendalistum til smitrakningarteymisins eða ákveði hvaða börn eigi að fara í sóttkví.

„Þetta birtist þannig þegar maður er foreldri að maður fær tölvupóst. Það er aðstoðarskólastjóri sem skrifar undir ákvörðunina um að setja í sóttkví. Í sóttvarnalögum kemur ekkert fram um hlutverk skólastjórnenda eða skóla í þeim efnum. Ég held það hafi bara gleymst að það er verið að skerða borgaraleg réttindi,“ hefur Fréttablaðið eftir honum í dag í umfjöllun um málið.

Fram kemur að dæmi séu um að börnum, sem eru í smitgátt, sé meinað að mæta í skólann og eigi að skila skjáskoti með niðurstöðum úr sýnatöku.

Reglur hér á landi eru harðari en hjá nágrannaþjóðunum þegar kemur að sóttkví barna. Í Noregi fara börn ekki í sóttkví en þeim sem hafa átt í samskiptum við smitaðan einstakling er ráðlagt að taka heimapróf. Sömu reglur eru í gildi í Danmörku en þar er mælt með að börnin fari í PCR-próf. Í Svíþjóð og Bretlandi er svipuðum aðgerðum beitt.

Hvað varðar ummæli Bjarna Más sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, að það sé umhugsunarefni að gengið sé lengra hér á landi en önnur lönd hvað varðar sóttkví barna. „Við þurfum almennt í öllu er varðar börn og takmarkanir á lífi þeirra, að gæta að því að við séum að vernda þau en ekki einhvern annan. Það þarf að hafa það í huga þegar við ræðum mannréttindi barna að þau séu aldrei skert nema til að vernda þeirra eigin heilsu. Það þarf að vega og meta hversu mikil hætta þeim stafar af Covid og hversu mikil áhrif þetta hefur á líf þeirra almennt þegar kemur að skólagöngu, geðheilsu og fleira. Ekki síst þegar lengra líður á faraldurinn,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat