fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fréttir

Netníðingar með morðhótanir í garð homma og trans fólks – Annþór snerist til varnar – „Bara aumingjar sem gera slíkt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. október 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn hafa leikið þann ljóta leik undanfarið að sækja sér FB-vini undir fölskum aðgöngum og herja síðan á fólk með viðurstyggilegum símtölum og skilaboðum. Meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á níði mannanna eru trans fólk og hommar. Einnig fatlað fólk, að sögn ungs manns sem DV ræddi við, en vinur hans, sem er hommi, kærði þetta áreiti til lögreglu í dag:

„Þeir voru að hóta honum að drepa hann og koma og berja hann. Þeir sögðu við hann að allir hommar væru barnaníðingar,“ segir ungi maðurinn í samtali við DV. Hann hefur undir höndum skjáskot og upptökur af áreitni mannanna sem lögregla fær í hendur fyrir væntanlega rannsókn sína á málinu.

Mennirnir notast við auðkenni erlendra mormóna sem búa á Íslandi og breiða út trú sína hér. Að sögn unga mannsins sem DV ræddi við notast þeir við að minnsta kosti 15 falska aðganga. „Þetta er brútal dæmi, þeir voru að hóta því að drepa vin minn í nótt, þetta er klárlega mál sem þarnast umræðu,“ segir ungi maðurinn ennfremur.

Fram kemur í samtali við manninn að áreitið hefur meðal annars átt sér stað um miðjar nætur.

Að sögn unga mannsins hafa mennirnir líka verið með viðurstyggilegt áreiti við fatlað fólk. Hann gerði þetta að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og þar blandaði Annþór Karlsson, athafnamaður, sér í umræðurnar og sagði: „Ég sendi skilaboð á þessar hetjur, sjáum hvort það virki, ég þoli ekki svona aumingjaskap“. Sendi Annór eftirfarandi skilaboð á mennina:

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dómur fallinn í Rauðagerðismálinu: Einn í sextán ár – Aðrir sýknaðir

Dómur fallinn í Rauðagerðismálinu: Einn í sextán ár – Aðrir sýknaðir
Fréttir
Í gær

Sorpa semur við blóraböggul GAJA-klúðursins – Fær alls laun í heilt ár og greiddan lögfræðikostnað

Sorpa semur við blóraböggul GAJA-klúðursins – Fær alls laun í heilt ár og greiddan lögfræðikostnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verða jólatónleikar? Vonast til að geta haldið stórtónleika í lok nóvember

Verða jólatónleikar? Vonast til að geta haldið stórtónleika í lok nóvember