fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Teppasalinn með útsöluverðin miður sín eftir sektina – „Ég er í mjög miklu áfalli og á sama tíma mjög ringlaður“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 18. október 2021 22:27

Cromwell Rugs hefur meðal annars auglýst í Morgunblaðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa sektaði í dag fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um þrjár milljónir fyrir villandi auglýsingar, en Cromwell Rugs þóttu ekki hafa fært sönnur á að upprunaleg verð persneskra mottna, sem sögð voru á miklum afslætti, væru réttilega uppgefin.

Maðurinn á bak við Cromwell Rugs er Íraninn Alan Talib og hann ræddi við mbl.is í kvöld um ákvörðun Neytendastofu og kveðst vera í miklu áfalli yfir sektinni.

„Ég er í mjög miklu áfalli og á sama tíma mjög ringlaður,“ sagði Alan. Hann sagðist hafa komið með starfsemi sína til Íslands þar sem hér væri frjáls og opinn markaður og hér hafi hann hitt fyrir frábært fólk.

Hann er ósáttur við vinnubrögð Neytendastofu í málinu og telur að sektin sé sennilega með þeim hærri sem hafi verið ákveðin hér á landi.

„Og fyrir hvað? Fyrir að selja teppi? Fyrir að selja handgerð persnesk teppi á afsláttarverði?“

Hann segir að Neytendastofa hafi gefið honum aðeins einn dag til að færa sönnur á upprunaleg verð teppanna og telur svo skamman frest vera einsdæmi á Íslandi. Hann hafi 25 ára reynslu af sölu teppa og aldrei lent í öðru eins og verði að spyrja sig hvort eitthvað annað en neytendavernd liggi að baki ákvörðun Neytendastofu. Nú upplifi hann sig mjög óvelkominn á Íslandi.

Nánar má lesa um viðbrögð Alans við sektinni hjá mbl.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi