fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fréttir

Flóttinn úr Miðflokknum: Hæðst að kveðju Birgis og Ernu til (fyrrum) flokksfélaga í Miðflokknum – „Hér er færsla sem eldist ekki vel“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 10. október 2021 14:00

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að gustað hafi um þingmanninn Birgi Þórarinsson síðan í gærmorgun þegar hann greindi frá því að hann hefði sagt sig úr Miðflokknum og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Tilkynningin kom sléttum tveimur vikum eftir kosningar þar sem hann var kjörinn þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Miðflokkinn. Sagðist hann þá hafa tilkynnt formanni Miðflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, frá ætlun sinni kvöldið áður.

Sigmundur Davíð lýsti sinni upplifun af afsögn Birgis í morgun.

Flótti Birgis er óneitanlega mikið áfall fyrir þingflokk Miðflokkins, sem nú telur tvo; Sigmund og Bergþór Ólason. Mörgum þykir örlög Miðflokksins á þessu kjörtímabili þó kaldhæðin, og jafnvel kómísk, en í kjölfar Klausturmálsins á síðasta kjörtímabili enduðu tveir þingmenn Flokks fólksins í Miðflokknum eftir að hafa verið reknir úr þeim fyrrnefnda. Varð þá Miðflokkurinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Nú hefur þetta sama mál gert Miðflokkinn að minnsta stjórnarandstöðuflokknum á þingi, en Birgir hefur gefið þá skýringu fyrir vistaskiptum sínum að unnið hafi verið gegn honum innan Miðflokksins í aðdraganda kosninga, meðal annars vegna gagnrýni hans á flokkssystkini sín í kjölfar Klausturmálsins.

Gagnrýnendur hafa ekki setið á sér og hafa sakað Birgi um svik við kjósendur í Suðurkjördæmi. Þannig sagði Inga Sæland í hádegisfréttum RUV í dag að heiðarlegra væri ef þingmenn segðu af sér, þyldu þeir ekki að starfa með samflokksmönnum sínum lengur.

Þá sagði DV frá því í gær að um það væri rætt innan Miðflokksins að flokknum bærist nú reikningar vegna ósamþykktra auglýsingakaupa í Suðurkjördæmi. Þannig væri Miðflokkurinn á línunni fyrir ógreiddan auglýsingakostnað nýs þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Sjá nánar: Allt logar útaf vistaskiptum Birgis – „Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í svikum við kjósendur“

Þá vakti Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar, athygli á færslu Ernu Bjarnadóttur sem er varaþingmaður Birgis í Suðurkjördæmi.

„Síðan 27. júlí höfum við Birgir Þórarinsson ferðast um Suðurkjördæmi ásamt félögum okkar á framboðslista Miðflokksins,“ skrifar Erna. „Nú liggur niðurstaðan endanlega fyrir. Birgir fékk endurnýjað umboð sem kjördæmakjörinn þingmaður og ég verð því varaþingmaður. Við teljum að vinna okkar og ykkar hafi skilað þetta góðum árangri í annars erfiðum aðstæðum. Við þökkum ykkur stuðninginn af alhug, það sannaðist nú sem oft áður að hvert einasta atkvæði skipti máli. Innilegar þakkir einnig til meðframbjóðenda okkar og allra sem lögðu hönd á plóg við starfið hér í Suðurkjördæmi á einn eða annan hátt. Það er afrek að opna fimm kosningaskrifstofur og ber að þakka sérstaklega þeim sem að því stóðu. Kær kveðja til ykkar allra, Erna og Birgir.“

„Hér er færsla sem eldist ekki vel,“ skrifar Sigmar einfaldlega, og vísar í færslu Ernu. Færslu Sigmars má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rekstrarstjóri Pablo Discobar í ótímabundið leyfi eftir blóðuga árás á gesti – „Við höfum ekkert umburðarlyndi fyrir svona“

Rekstrarstjóri Pablo Discobar í ótímabundið leyfi eftir blóðuga árás á gesti – „Við höfum ekkert umburðarlyndi fyrir svona“
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn varpar ljósi á ferðir íslenskra víkinga í Norður Ameríku – Fær „Leif Erikson“ loksins frídaginn sem hann á skilið?

Ný rannsókn varpar ljósi á ferðir íslenskra víkinga í Norður Ameríku – Fær „Leif Erikson“ loksins frídaginn sem hann á skilið?