fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Maðurinn sem sakaður er um kynþáttaníð gegn Lenyu Rún segist hafa orðið fyrir hrekk – „Ég sendi þetta ekki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. október 2021 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem virtist hafa sent skilaboð sem sýndu viðurstyggilegt kynþáttaníð og mannhatur á frambjóðanda Pírata, Lenyu Rún Taha Karim, segist saklaus, og vera þolandi ósmekklegs hrekks.

Sjá einnig: Frambjóðandi Pírata fékk yfir sig gróft kynþáttahatur í einkaskilaboðum

Lenya Rún Taha Karim, sem komst inn á þing fyrir Pírata en missti þingsæti sitt við endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi, eftir nýafstaðnar alþingiskosningar, birti í gærkvöld á Twitter gífurlega hatursfull einkaskilaboð sem hún fékk frá manni einum, eftirfarandi:

DV reyndi að ná sambandi við umræddan mann í morgun og sendi honum skilaboð, en nafn hans finnst ekki í símaskrá. Maðurinn svaraði skilaboðunum í eftirmiðdaginn og segist hann ekki hafa sent þessi hatursskilaboð á Lenyu heldur sé um að ræða hrekk í hans garð frá öðrum manni.

„Ég sendi þetta ekki,“ segir maðurinn í svari sínu til DV. Sýndi hann síðan DV skjáskot af skilaboðum sem hann sendi til Lenyu í dag þar sem hann skýrir út að hann sé ekki maðurinn sem sendi henni umræddan hroða. Ákveðinn maður hafi sent honum skjáskot af þessu efni og sá hafi greinilega sent þetta í hans nafni. Í skilaboðum til Lenyu segir hann: „Það var ekki ég heldur einhver sem ætlaði að vera „fyndinn“ á minn kostnað og skrifar þetta rusl og sendir á þig.“

Hann segir ennfremur: „Ég að sjálfsögðu eyddi þessu öllu sem var sent til þín á undan, ég er að óska þér góðs gengis og vona að þú komist á þing. Ömurlegt hvernig fólk getur verið.“

Í svari sínu til DV segir maðurinn ennfremur: „Þetta er sannleikurinn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi