fbpx
Laugardagur 23.október 2021
Fréttir

Síðustu augnablikin í „bílaeltingaleiknum“: Óður og blóðugur maður lét gamminn geisa á meðan lögregla veitti honum eftirför- „Ég er allur útúrskallaður og ég er að fara að kæra þig“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. júlí 2021 15:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur undir höndum tvö myndbönd sem tekin eru af manni í annarlegu ástandi á meðan hann var á flótta undan lögreglu. Maðurinn sem tók myndbandið er farþegi í bílnum og er mjög blóðugur, eflaust með sár á höfði.

Maðurinn tók myndböndin á meðan lögregla veitti honum og félaga hans eftirför. Samkvæmt heimildum DV er um að ræða atvik sem átti sér stað síðastliðinn föstudag, 23. júlí. Fjölmiðlar greindu þá frá því að bíl hefði verið veitt eftirför af lögreglu frá Árbæ, í gegn um Grafarvog og Mosfellsbæ, og síðan endað rétt hjá Kjalarnesi þar sem sérsveitin neyddi bílinn út af veginum.

Sjá einnig:Lögregla elti ofbeldismenn upp á Kjalarnes

Eftir að hafa þvingað bílinn af veginum handtók lögregla mennina tvo, en þeir eru grunaðir um um líkamsárás, akstur undir áhrifum vímuefna, umferðarlagabrot og fleira.

„Ég er allur útúrskallaður og ég er að fara að kæra þig.“

Annað myndbandið er töluvert styttra, en það ber yfirskriftina: „Menn helv hressir í þessum bílaeltingaleik á Kjalarnesi“. Í myndbandinu má heyra í lögreglusírenum og þá gefur annar mannana til kynna að eftirförin sé búin að standa yfir í hálftíma.

Í hinu myndbandinu lætur blóðugur maðurinn gamminn geisa: „Svona virkar fokking [XXX], ræðst á mig og eyðileggur bílinn minn. Ha sjáiði! Löggan er að elta okkur,“ segir hann og hefur síðan upp fagnaðaróp. Hann heldur svo áfram: „Lúbarinn, bíllinn minn er ónýtur. Mig langar að þakka [XXX] rosalega mikið fyrir þetta. Takk [XXX]. Ég er allur útúrskallaður og ég er að fara að kæra þig.“

Í kjölfarið heyrist hinn bílstjórinn minnast á að lögreglan sé að elta þá og þá byrjar hinn aftur: „Löggan er að elta okkur á fullu. Ég var kýldur með hnúajárni.“ Og öskrar svo í tvígang „shit!“. Þá má heyra bílstjórann hvetja hann til að halda upptökunni gangandi þar sem lögreglan sé að elta þá.

Um er að ræða myndbönd sem eru að öllum líkindum tekin stuttu áður en lögreglan þvingaði bíl mannana af veginum. Af þeim að dæma er sá sem tekur þau upp í ansi annarlegu ástandi og nokkuð illa slasaður. Eftir að hafa verið þvingaðir af veginum voru mennirnir handteknir og vistaðir í fangageymslu lögreglu.

Hér má sjá myndböndin tvö sem um ræðir:

Lögreglan að elta.mov from Ritstjórn DV on Vimeo.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikill hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi

Mikill hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómaranum Inga boðið að borga 250 þúsund króna sekt fyrir að brjóta kosningalög

Héraðsdómaranum Inga boðið að borga 250 þúsund króna sekt fyrir að brjóta kosningalög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“