fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Lektorinn með unglingapartýin í Vesturbænum ekki ákærður

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 12. apríl 2021 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og fyrrverandi lektor í skattarétti við Háskóla Íslands verður ekki ákærður fyrir meint brot er hann var sakaður um að hafa framið í kringum jólin árið 2019. Þetta staðfesti Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við fréttastofu Vísis. En RÚV greindu fyrst frá málinu

Málið mun ekki hafa talist líklegt til sakfellingar. Þessa ákvörðun er þó hægt að kæra til ríkissksóknara, en þá þarf meintur brotaþoli að standa að baki slíkri kæru eða í þessu máli, meintir brotaþolar, en brotaþolar í þessu máli voru fjórir og málin þrjú.

Kristján Gunnar var handtekinn á jóladag árið 2019 og sat í gæsluvarðhaldi til 29. desember grunaður um kynferðisbrot og frelsissviptingu. Þá hafði lögregla verið kölluð út á heimili hans á Þorláksmessu þar sem foreldrar stúlkunnar óttuðust að hún væri þar stödd. Stúlkan var svo flutt af heimili Kristjáns daginn eftir, aðfangadag, og farið var með hana á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota.

DV greindi frá því í júlí á síðasta árið að málið væri komið til ákærusviðs lögreglunnar en nú er ljóst að ekkert verður af ákæru í málinu.

Síðla árs 2019 var ófremdarástand í kringum heimili Kristjáns Gunnars þar sem ungligapartí voru tíð og mikið var þar neytt af fíkniefnum. Heimildir DV á þeim tíma hermdu að Kristján væri að bjóða ungum stúlkum fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf.

Sjá einnig:

Dóttir Gunnars var á heimili lektorsins:Sprautur, eiturlyf og hnífar – „Þetta var ógeðslegt“

Kristján Gunnar handtekinn á jóladag og færður í einangrun

Lektor við HÍ með unglingapartí í Vesturbænum:Bauð unglingsstúlkum fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi