fbpx
Föstudagur 18.júní 2021
Fréttir

Kristján Gunnar handtekinn á jóladag og færður í einangrun

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. desember 2019 10:03

Kristján Gunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstöðumaður á skattasviði Landsbankans fyrir hrun, var handtekinn á jóladag og úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald, eða til 29. desember, grunaður um nauðgun, frelsissviptingu og fleiri brot. Hann er maðurinn sem fjallað var um í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi.

Sjá einnig: Lektor við HÍ með unglingapartí í Vesturbænum: Bauð unglingsstúlkum fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf

DV fjallaði ítarlega um Kristján Gunnar og gylliboð hans til ungra stúlkna á dögunum en þá hafði hann ítrekað boðið unglingsstúlkum fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf á heimili hans í vesturbæ Reykjavíkur. Meint frelsissvipting átti sér stað eftir að DV fjallaði um hann.

Samkvæmt heimildum DV var Kristján Gunnar fyrst handtekinn á Þorláksmessu og færður til yfirheyrslu. Honum var sleppt að henni lokinni. Kristján Gunnar var svo handtekinn heima hjá sér á jóladag en degi áður, eða á aðfangadag, var stúlka flutt af heimili hans og á bráðamóttöku Landspítalans. Stúlkan er 25 ára. Réttargæslumaður stúlkunnar hefur staðfest að kæra hafi verið lögð fram á hendur Kristjáni Gunnari.

Sjá einnig: Fyrstu viðbrögð rektors við máli lektorsins með unglingapartýin

Samkvæmt heimildum DV voru það foreldrar stúlkunnar sem hófu leit að henni rétt fyrir jól. Þau höfðu fengið þær upplýsingar að dóttir þeirra gæti verið gestkomandi á heimili Kristjáns Gunnars og var því lögreglan kölluð út á Þorláksmessu til þess að kanna ástand dótturinnar og hvort henni væri haldið gegn hennar vilja á heimili lögfræðingsins.

Þegar lögreglu bar að garði var stúlkan augljóslega undir áhrifum fíkniefna og reiddist Kristján Gunnar afskipti yfirvalda sem hann taldi algjörlega óþörf. Þar sem stúlkan var með lögaldur gat lögreglan lítið gert annað en að athuga hvort hún væri í hættu. Mat lögreglu þá var að stúlkan væri ekki í hættu. Kristján Gunnar var hinsvegar handtekinn og hann færður til yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni.

Daginn eftir var hún hinsvegar sótt á heimili Kristjáns Gunnars og flutt á bráðamóttöku Landspítalans og þaðan á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis. Samkvæmt heimildum DV hefur stúlkan lagt kæru á hendur Kristjáni Gunnari.

Það var svo, líkt og áður kom fram, á jóladag sem lögreglan réðst til atlögu að heimili Kristjáns Gunnars, framkvæmdi húsleit og handtók lögfræðinginn. Síðar sama dag var Kristján Gunnar færður fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. desember á grundvelli „rannsóknar- og almannahagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar vegna gruns um kynferðisbrot og fleira.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sólveig lést í morgun eftir slys í Flekkudal

Sólveig lést í morgun eftir slys í Flekkudal
Fréttir
Í gær

Björn krefur ríkið um 23 milljónir eftir að starf hans var lagt niður

Björn krefur ríkið um 23 milljónir eftir að starf hans var lagt niður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnífstungumaðurinn úr lífshættu

Hnífstungumaðurinn úr lífshættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

PLAY bætir við nýjum áfangastað

PLAY bætir við nýjum áfangastað