fbpx
Föstudagur 23.apríl 2021
Fréttir

Danska lögreglan leitar að Freyju Egilsdóttur – Hvarf eftir vinnu á fimmtudaginn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 17:44

Freyja Egilsdóttir Mogensen. Mynd: Lögreglan á austur Jótlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á austanverðu Jótlandi í Danmörku lýsti fyrir stundu eftir Freyju Egilsdóttur Mogensen. Hún er 43 ára af íslenskum ættum. Hún hvarf á fimmtudagskvöld í síðustu viku eftir að hún lauk vinnu á dvalarheimili aldraðra í Odder.

Danskir fjölmiðlar skýra frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi upplýsingar um að Freyja hafi hugsanlega farið með lest frá Malling síðasta föstudag um klukkan 08.30. Á laugardaginn fékk vinnuveitandi hennar sms úr síma hennar þar sem hún tilkynnti veikindi. Síðan hefur engin heyrt frá henni og í morgun var lögreglunni tilkynnt að hennar væri saknað.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Freyja sé 165 sm á hæð, grönn með ljósbrúnt axlarsítt hár. Hún notar gleraugu.

Ekstra Bladet segir að lögreglan sé nú með „umfangsmikla leit“ í gangi og séu lögreglumenn að kanna með ferðir hennar á mörgum stöðum.

Lögreglan biður alla sem geta veitt upplýsingar um ferðir Freyju síðan á fimmtudagskvöld að hafa samband strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jessie Lingard opnar sig
Fréttir
Í gær

Ársskýrsla RÚV: Taprekstur upp á 209 milljónir í fyrsta sinn frá 2014 – Auglýsingatekjur lækka um tæplega 200 m.kr. milli ára

Ársskýrsla RÚV: Taprekstur upp á 209 milljónir í fyrsta sinn frá 2014 – Auglýsingatekjur lækka um tæplega 200 m.kr. milli ára
Fréttir
Í gær

Eldgosið vekur athygli í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna – „Ég vil heyra hann segja nafnið á eldgosinu aftur“

Eldgosið vekur athygli í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna – „Ég vil heyra hann segja nafnið á eldgosinu aftur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafa Íslendingar að segja um „ómarkvissa“ blaðamannafundinn – „Sendið bara alla í þetta goddamn sóttkvíarhótel“

Þetta hafa Íslendingar að segja um „ómarkvissa“ blaðamannafundinn – „Sendið bara alla í þetta goddamn sóttkvíarhótel“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamannafundur vegna landamæra – Alþingi ætlar að veita lagaheimild til að senda fólk í sóttvarnarhús

Blaðamannafundur vegna landamæra – Alþingi ætlar að veita lagaheimild til að senda fólk í sóttvarnarhús
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Herra Hnetusmjör er kominn með nóg: Ætla að loka veginum inn í landið í mótmælaskyni – „Manni er í rauninni hætt að standa á sama“

Herra Hnetusmjör er kominn með nóg: Ætla að loka veginum inn í landið í mótmælaskyni – „Manni er í rauninni hætt að standa á sama“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

21 smit í gær – Þrjú utan sóttkvíar

21 smit í gær – Þrjú utan sóttkvíar