fbpx
Miðvikudagur 05.október 2022
Fréttir

Danir sagðir ógna viðræðunum við Pfizer

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 07:55

Kári og Þórólfur hafa átt í viðræðum við Pfizer að undanförnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hafa Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átt í viðræðum við Pfizer um rannsókn á áhrifum bóluefnis á heila þjóð. Hugmyndin er að Ísland fái nægilega mikið bóluefni til að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma og ná þannig hjarðónæmi. En nú eru Danir að öllum líkindum að eyðileggja þetta fyrir okkur að sögn Kára.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Ástæðan sé trúnaðarbrestur umboðsmanns Pfizer í Skandinavíu en það er dönsk kona að nafni Mette. Hún sat fund sem Þórólfur og Kári áttu með vísindamönnum hjá Pfizer. Tveimur dögum síðar fékk Kári skilaboð frá yfirmanni dönsku sóttvarnastofnunarinnar, Statens Serum Institut, um að Danir hefðu átt í viðræðum við Pfizer.

„Hann sagði að Mette hefði sagt þeim frá viðræðunum og hann ætlaði að reyna að sjá til þess að Danir fengju að vera með,“ hefur Fréttablaðið eftir Kára.

Haft er eftir Kára að það sé fráleitt að Íslendingar og Danir geti verið saman í þessu. Ísland hafi sérstöðu og hér á landi sé hægt að vinna góða rannsókn. „Mette hafði ekki heimild til að segja frá þessu, hún kjaftaði frá, og þeir ætla að reyna að lauma sér inn í þetta á einhvern máta sem ekki er hægt,“ sagði hann. Aðspurður sagðist hann ekki vita hver staðan í málinu sé núna en búist við að heyra frá Pfizer fyrri hluta vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Segjast hafa kvatt 200.000 menn til herþjónustu

Segjast hafa kvatt 200.000 menn til herþjónustu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að svona geti stríðið endað – Pútín steypt af stóli og Rússland gliðnar í sundur

Segir að svona geti stríðið endað – Pútín steypt af stóli og Rússland gliðnar í sundur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ný Fréttavakt: Nauðsynlegt að virkja meira, ,,Rekin fyrir að standa með þolendum“ og loks eðlilegt leikhúsár

Ný Fréttavakt: Nauðsynlegt að virkja meira, ,,Rekin fyrir að standa með þolendum“ og loks eðlilegt leikhúsár
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Harðneitar því að magakveisa herji á hótelið – Segir suma viðskiptavini gera út á afslátt eða betra herbergi

Harðneitar því að magakveisa herji á hótelið – Segir suma viðskiptavini gera út á afslátt eða betra herbergi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Norðmenn kalla mörg þúsund heimavarnarliða til starfa

Norðmenn kalla mörg þúsund heimavarnarliða til starfa
Fréttir
Í gær

ESB ætlar að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn

ESB ætlar að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur íhugað að láta af störfum

Mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur íhugað að láta af störfum
Fréttir
Í gær

Segir að Kreml vilji ekki láta tilfinningar ráða þegar kemur að ákvörðun um beitingu kjarnorkuvopna

Segir að Kreml vilji ekki láta tilfinningar ráða þegar kemur að ákvörðun um beitingu kjarnorkuvopna