fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Af hverju þarf að kenna einhverjum um faraldurinn ? „Er það til of mikils mælt að fólk hætti að væla“

Svarthöfði
Laugardaginn 8. ágúst 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði hefur fylgst mikið með umræðunni í þjóðfélaginu síðustu daga. Það er eitt mál sem hefur verið á vörum landsmanna hvað mest. Það er að sjálfsögðu spurningin um það hverjum eigi að kenna um faraldurinn. Er þetta íþróttafólki að kenna eða er þetta tónlistarfólki og djömmurum að kenna? Er þetta túristunum að kenna? Er þetta unga fólkinu eða miðaldra fólkinu að kenna?

Svarthöfði fór að rýna svolítið í þetta mál. Eflaust hafa margir áhyggjur af því að Svarthöfði sé hlutdrægur en hafa skal í huga að Svarthöfði fyrirlítur nokkurn veginn allt og alla. Hann þolir hvorki íþróttafólk né tónlistarfólk. Hann hefur óbeit á bæði ungu og miðaldra fólki þar sem hann er sjálfur kominn á eftirlaun.

Ef smitið í samfélaginu er skoðað þá sést að þetta er engum sérstökum hópi að kenna. Jú, það var vissulega smit á ReyCup og jú, það hefur komið upp smit hjá ungu fólki og svo framvegis og svo framvegis. Þetta er samt ekki bara einhverjum einum hópi að kenna. Þetta er öllum að kenna,

Já, ég er líka að tala við þig. Þú veist það vel sjálf/sjálfur/ sjálft að það hafa allir sofnað á verðinum. Það eru ekki allir að halda tveggja metra reglunni og það eru ekki allir að þvo sér um hendur öllum stundum. Fólk er ennþá að hittast og djamma, auk þess sem fólk er ennþá að mingla við annað fólk úti um allar trissur.

Myndi það drepa ykkur að sleppa því bara að hitta nýtt fólk á hverjum degi? Svarthöfði veit það vel hvað það er leiðinlegt að hitta sama fólkið dag eftir dag en það verður bara að vera þannig. Þessi veira er ekkert minna hættuleg þó svo að það séu ekki jafn margir smitaðir hér akkúrat núna. Það deyja þúsundir manna á hverjum degi vegna veirunnar. Þúsundir manna sem hefðu ekki þurft að deyja úr sjúkdómnum. Þúsundir manna sem eiga fjölskyldur og börn.

Þess vegna er það fyrir öllu að fólk passi sóttvarnir sínar og hætti að leita að sökudólgnum, hvað ætliði að gera þegar þið finnið sökudólginn? Hverju breytir það ef þetta er einhverjum að kenna?

Staðreyndin er bara sú að það er að koma upp fullt af smiti úr öllum áttum og því eiga bara allir að passa upp á þessa helvítis tveggja metra reglu. Er það til of mikils mælt að fólk hætti að væla og geri bara það sem það á að gera? Þetta er nefnilega ekki flókið, bara þvo sér um hendur og passa þessa tvo metra. Fólk gæti líka gert eins og Svarthöfði og verið í galla frá toppi til táar, með grímu yfir öllu andlitinu, en það er samt kannski einum of mikið. Þvoið ykkur bara um hendur og haldiði tveggja metra fjarlægð.

Svarthöfði vonar að fólkið í landinu geti gert það skynsama og hætt þessu bulli um hverjum þetta er að kenna. Því það skiptir ekki máli akkúrat núna.

Svarthöfði fyrirlítur kannski allt og alla en honum er ákaflega vel við tveggja metra regluna og spritt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu