fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Slysið í Endurvinnslunni – Líf konunnar í rúst og málinu verður áfrýjað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. júlí 2020 11:30

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get staðfest að umbjóðandi minn hefur falið mér að áfrýja dómnum fyrir sína hönd til Landsréttar,“ segir Guðbrandur Jóhannesson, landsréttarlögmaður, en skjólstæðingur hans, 77 ára gömul kona, tapaði skaðabótamáli gegn Endurvinnslunni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni, en hún lenti í hræðilegu slysi í Endurvinnslunni að Dalvegi í Kópavogi árið 2015 er sjálfvirk hurð lokaðist á hana. Lá konan í blóði sínu eftir atvikið.

Sjá einnig: Eldri kona fær engar bætur eftir martröð í Endurvinnslunni

Endurvinnslan og tryggingafélag hennar VÍS neituðu frá byrjun skaðabótaábyrgð í málinu og kenndu aðgæsluleysi konunnar um slysið. Þó bentu ummæli eins starfsmanns Endurvinnslunnar í kjölfar atviksins til þess að hurðinni hefði verið ábótavant.

DV hefur verið í sambandi við konuna sem vill ekki stíga fram undir nafni og í raun lítið láta eftir sér hafa um málið opinberlega. Ljóst er hins vegar að atvikið hefur haft skelfileg áhrif á líf hennar og meðal annars stuðlað að félagslegri einangrun. Gífurlegur læknis- og endurhæfingarkostnaður hefur komið mjög illa við fjárhag hennar sem var ekki rúmur fyrir. Konan er bundin hjólastól í dag.

Starfsmaður sagði hurðina hafa verið lagfærða sama dag

„Ég tel fullt tilefni til þess að forsendur héraðsdóms verði endurskoðaðar,“ segir Guðbrandur, lögmaður konunnar og tilgreinir þrjár meginástæður:

„Í fyrsta lagi þar sem virt var að vettugi í dómnum, lykilvitnisburður starfsmanns Endurvinnslunnar um að hann teldi að hurðin hafi verið vanstillt umræddan dag og hún hefði beinlínis verið hættuleg öldruðum og börnum. Til viðbótar vitnaði starfsmaðurinn um að hurðin hefði verið lagfærð umræddan dag og hún hefði eftir það opnast við mun minna viðnám. Þessum vitnisburði var enginn gaumur gefinn í forsendnum héraðsdóms og verður óskað eftir endurmati á honum fyrir Landsrétti.

Í öðru lagi verður krafist að sönnunarbyrði um ástand hurðarbúnaðarins verði snúið við. En skorað var á Endurvinnsluna að afhenda öll gögn um lagfæringu á hurðabúnaðinum umræddan dag,  auk upplýsinga um þann þjónustuaðila sem kom á vettvang. Endurvinnslan brást hins vegar ekki við þeirri áskorun og kom það eðlilega niður á málatilbúnaði umbjóðanda míns, enda var  ekki hægt að kalla þennan huldu viðgerðarmann fyrir dóm sem vitni. Með vísan til þess og þeirrar framgöngu Endurvinnslunnar, er að mínu mati fullt tilefni til að snúa sönnunarbyrðinni við. Það er að Endurvinnslan sanni þvert á móti að hurðabúnaðurinn hafi uppfyllt allar reglur og staðla umræddan dag.

Í þriðja lagi virðist sem vitnisburði sölu- og þjónustuaðila hurðabúnaðarins hafi heldur ekki hafa verið gefið neitt vægi í forsendum héraðsdóms. Bar hann fyrir héraði að slíkur hurðabúnaður ætti að fá árlegt eftirlit og viðhald, enda um tölvubúnað að ræða. Kom hins vegar upp úr krafinu að hurð Endurvinnslunnar hefði ekki verið í árlegu eftirliti og viðhaldi eins og hann mæltist til og var ekki gerður þjónustusamningur þar að lútandi –  en þrjú ár liður frá uppsetningu til slysdags.  Taldi hann mjög líklegt að búnaður sem hefði ekki verið í árlegu viðhaldi væri orðinn bilaður. Þá staðfesti í raun fyrirsvarsmaður Endurvinnslunnar að hurðin hefði ekki fengið neitt eftirlit eða viðhald. Var því enginn ágreiningur um að hurðabúnaðurinn hefði ekki fengið neitt viðhald og eftirlit frá uppsetningardegi, það dugði þó ekki til.

Dómurinn taldi það þó ekki vansalaust að Endurvinnslan gæti ekki upplýst um hvernig viðhaldi og eftirliti væri háttað.

Þrátt fyrir fyrrgreint taldi dómurinn að sönnun hefði ekki tekist um  að hurðabúnaður hefði verið vanstillt eða biluð og sýknaði  Endurvinnsluna og er því nauðsyn að áfrýja dómnum eins og áður greinir.“

 

Dóm Héraðsdóms í málinu má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips