fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Vilja meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 07:45

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins (SA) vilja að stjórnvöld nýti þá reynslu, sem hefur fengist í baráttunni við kórónuveiruna, til að útbúa skýran ramma um aðgerðir næstu mánaða. Það sé tímabært að draga úr óvissu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Það er kominn tími til að draga markvisst úr þessari langvarandi óvissu og setja fram skýra áætlun um aðgerðir til loka faraldursins,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.

Haft er eftir honum að hann telji að sóttvarnaaðgerðir næstu mánaða þurfi að uppfylla þrjú skilyrði. Í fyrsta lagi að skýr og tímasett áætlun sé um afléttingu hafta. Í öðru lagi að iðkun og hömlur þurfi að vera tengdar við töluleg viðmið, til dæmis nýgengni smita og  í þriðja lagi að sóttvarnaráðstafanir séu innbyrðis samkvæmar, skiljanlegar almenningi og að höfðað sé til ábyrgðar hvers og eins.

Hvergi mælist nýgengni kórónuveirusmita lægra en hér á landi, miðað við tölur Sóttvarnarstofnunar Evrópu, en miðað er við smit á hverja 100.000 íbúa. „Núverandi ástand kallar ekki á lömun samfélagsins eða viðvarandi krísuástand. Góður árangur við takmörkun útbreiðslu smita náðist með samstilltu átaki,“ sagði Halldór sem lagði áherslu á að persónulegar sóttvarnir verði áfram undirstaðan í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Rýmkun takmarkana á sama tíma og almenningur er hvattur til ábyrgrar hegðunar þarf ekki að valda sjálfkrafa aukningu nýrra tilfella,“ sagði hann.

Núverandi samkomutakmarkanir, sem miðast við tíu manns, falla úr gildi 2. desember.

Haft er eftir Halldóri að smit muni halda áfram að greinast þar til búið verður að bólusetja þjóðina. „Í því ljósi er mikilvægt að sóttvarnaaðgerðir séu ítarlega rökstuddar og njóti skilnings og samstöðu samfélagsins alls,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum