fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
Fréttir

Móðir Ævars Annels biður hann um að gefa sig fram við lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 09:26

Ævar Annel Valgarðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elínborg Jenný Ævarsdóttir, móðir Ævars Annels Valgarðssonar, sem lögregla lýsti eftir síðastliðinn föstudag, biður son sinn um að gefa sig fram við lögreglu. DV ræddi stuttlega við Jenný í morgun. Hún veit ekki hvar sonur hennar heldur sig en veit að hann er óhultur.

Jenný birti eftirfarandi tilkynningu á Facebook-síðu sinni í gærkvöld:

„A.T.H !

Elsku sonur minn Ævar Annel Valgarðsson er eftirlýstur af lögreglunni og ég og öll fjölskylda hans viljum biðja ykkur að tilkynna það ef þið sjáðu hann eða hafið upplýsingar sem geta hjálpað við að finna hann ! p.s. Hann er lifandi og það eru ekki áhyggjur þess vegna“

 

„Ég hef verið dálítið hrædd um hann en þegar ég talaði við pabba hans sagði hann mér að allt sé í góðu lagi,“ segir Jenný í samtali við DV. Segist hún telja að faðir Ævars, Heiðar Valgarð Kjartansson, viti hvar Ævar er niðurkominn. Hann sé í öruggu skjóli.

Jenný heyrði síðast í Ævari fyrir um þremur dögum. „Hann hefur ekkert samband við mig. En ég sagði við hann þegar ég heyrði í honum um daginn að ég gæti alveg keyrt hann en hann er bara ekki tilbúinn til að gera það,“ segir Jenný og á við að Ævar sé ekki tilbúinn að gefa sig fram við lögreglu.

Aðspurð hvers vegna hún telji að lögregla vilji hafa tal af Ævari segir hún: „Örugglega af því hann er grunaður um brunann hjá þessum gaur. En hann gerði það ekki.“

Á þriðjudagskvöldið í síðustu viku kviknaði í á heimili Guðlaugs Þórs Einarssonar í Úlfarsárdal. Guðlaugur, sem keppt hefur í bardagaíþróttinni MMA, hafði helgina á undan birt myndband sem sýnir hann ganga í skrokk á Ævari Annel. Guðlaugur var ekki heima er bruninn varð og íbúðin var mannlaus en hún skemmdist mikið.

Sólarhring eftir brunann fór í umferð myndband sem sýnir mann kasta bensínsprengju inn um glugga að íbúðinni. Lögregla hefur staðfest að hún rannsakar málið sem mögulega íkveikju.

Valgarð Heiðar Kjartansson, faðir Ævars, hefur sagt við DV að sonur hans sé saklaus af grun um íkveikju í Úlfarsárdalnum, hann hafi fjarvistarsönnun fyrir umrætt kvöld.

Guðlaugur Þór Einarsson var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eyþór skrifar um kynni sín af útgerð í Namibíu – „Aðbúnaðurinn var slíkur að manni taldist fólki vart bjóðandi“

Eyþór skrifar um kynni sín af útgerð í Namibíu – „Aðbúnaðurinn var slíkur að manni taldist fólki vart bjóðandi“
Fréttir
Í gær

Diljá um heiðurstengda ofbeldið – „Ekkert annað en yfirlæti eða mannfyrirlitning“

Diljá um heiðurstengda ofbeldið – „Ekkert annað en yfirlæti eða mannfyrirlitning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

15 ára gamlir árásarmenn sluppu með skrekkinn í héraðsdómi

15 ára gamlir árásarmenn sluppu með skrekkinn í héraðsdómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjólahvíslarinn varð fyrir afbroti – „Skrýtin tilfinning“

Hjólahvíslarinn varð fyrir afbroti – „Skrýtin tilfinning“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Breiðholti – Laminn ítrekað með vasaljósi í höfuðið

Hryllingur í Breiðholti – Laminn ítrekað með vasaljósi í höfuðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eitt innanlandssmit í gær – Lægsta tíðni nýgengi smita síðan í júlí

Eitt innanlandssmit í gær – Lægsta tíðni nýgengi smita síðan í júlí