fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Guðmundur Franklín dáist að Donald Trump – „Svona vil ég að þingmennirnir okkar verði“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 20:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla bara að vera ég sjálfur og ég ætla ekki að vera neinn annar. Ég er ekki í einhverjum svona leikþætti.“

Rétt í þessu var að ljúka viðtali við Guðmund Franklín Jónsson, forsetaframbjóðanda, sem fram fór á RÚV. Guðmundur fór um víðan völl í viðtalinu. Hann hélt því meira að segja fram að hann myndi halda hlutverki Ólafas Ragnars Grímssonar áfram.

Þegar að Guðmundur var spurður út í skoðanir sínar á Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sem hann hefur nokkrum sinnum lýst dálæti sínu á sagði hann:

„Ég dáist að Trump fyrir hversu staðfastur hann er. Ég dáist að honum fyrir það hvernig hann hefur tekið á efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Mér er alveg sama hvernig greiðslan af honum er og ég mér alveg sama hvernig hann er á litinn. Ég dáist að því hann hefur staðið við kosningaloforð sín og samt er hann bara búinn að vera forseti núna í tæp fjögur ár.

Ég dáist að því hvað hann er búinn að vera duglegur. Hann er búinn að útrýma atvinnuleysi hjá svörtu fólki, hjá konunum og hjá ungu fólki. Það hefur aldrei verið betra efnahagslíf í Bandaríkjunum heldur en akkúrat núna þannig að hann er að gera einhverja hluti.“

Þegar að Guðmundur var spurður út í þau mál Trump sem siðferðisleg spurningarmerki hafa verið sett við svaraði hann:

„Það bara truflar mig ekkert. Ég horfi á það sem hann gerir og hugsa að svona vil ég að þingmennirnir okkar verði.“

Guðmundur hélt því fram að kosningarnar væru mjög spennandi. Hann sagðist meira að segja sigurviss þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni fram á annað.“

„Ég held að fólk eigi eftir að vera alveg mjög undrandi þegar þegar líður á kvöldið. Ég held að þetta mun i fara í fimmtíu og þrjú fjörutíu og sjö“

„Ég ætla bara að undirbúa flutning á Bessastaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerð afturreka með sölubann á Cocoa Puffs og Lucky Charms – Sönnunarbyrði var lögð alfarið á söluaðila

Gerð afturreka með sölubann á Cocoa Puffs og Lucky Charms – Sönnunarbyrði var lögð alfarið á söluaðila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“