fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Guðmundur Franklín dáist að Donald Trump – „Svona vil ég að þingmennirnir okkar verði“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 20:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla bara að vera ég sjálfur og ég ætla ekki að vera neinn annar. Ég er ekki í einhverjum svona leikþætti.“

Rétt í þessu var að ljúka viðtali við Guðmund Franklín Jónsson, forsetaframbjóðanda, sem fram fór á RÚV. Guðmundur fór um víðan völl í viðtalinu. Hann hélt því meira að segja fram að hann myndi halda hlutverki Ólafas Ragnars Grímssonar áfram.

Þegar að Guðmundur var spurður út í skoðanir sínar á Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sem hann hefur nokkrum sinnum lýst dálæti sínu á sagði hann:

„Ég dáist að Trump fyrir hversu staðfastur hann er. Ég dáist að honum fyrir það hvernig hann hefur tekið á efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Mér er alveg sama hvernig greiðslan af honum er og ég mér alveg sama hvernig hann er á litinn. Ég dáist að því hann hefur staðið við kosningaloforð sín og samt er hann bara búinn að vera forseti núna í tæp fjögur ár.

Ég dáist að því hvað hann er búinn að vera duglegur. Hann er búinn að útrýma atvinnuleysi hjá svörtu fólki, hjá konunum og hjá ungu fólki. Það hefur aldrei verið betra efnahagslíf í Bandaríkjunum heldur en akkúrat núna þannig að hann er að gera einhverja hluti.“

Þegar að Guðmundur var spurður út í þau mál Trump sem siðferðisleg spurningarmerki hafa verið sett við svaraði hann:

„Það bara truflar mig ekkert. Ég horfi á það sem hann gerir og hugsa að svona vil ég að þingmennirnir okkar verði.“

Guðmundur hélt því fram að kosningarnar væru mjög spennandi. Hann sagðist meira að segja sigurviss þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni fram á annað.“

„Ég held að fólk eigi eftir að vera alveg mjög undrandi þegar þegar líður á kvöldið. Ég held að þetta mun i fara í fimmtíu og þrjú fjörutíu og sjö“

„Ég ætla bara að undirbúa flutning á Bessastaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“