Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp. Hann er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok marsmánaðar. Greint er frá þessu á vef Fréttablaðsins.
Sambýliskona mannsins lést þann 28. mars síðastliðinn en í fyrstu var ekki talið að dauða hennar hefði borið að með saknæmum hætti. Rannsókn réttarmeinafræðings leiddi hins vegar í ljós að svo væri, en banamein konunnar var kyrking. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Fram kemur á vef Fréttablaðsins að mál mannsins verði að öllum líkindum þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku.