fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Stórhættulegir hlaupbangsar í umferð á Norðurlandi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 5. júní 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa borist áreiðanlegar upplýsingar um að hlaupbangsar, sem innihalda fíkniefni, séu í umferð á svæðinu.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu er um alvarlegt mál að ræða.

„Þarna er um grafalvarlegt mál að ræða en eins og nýleg dæmi sanna er þarna um að ræða mjög hættuleg efni.“

Fyrir nokkru var greint frá unglingsstúlkum sem fluttar voru meðvitundarlausar eftir að hafa fengið sér sambærilega hlaupbangsa, en þeir innihéldu kannabis og morfín.

Lögregla kveðst líta málið alvarlegum augum og biður fólk að vera á varðbergi.

„Ef einhverjir kunna að búa yfir upplýsingum um málið þá er skorað á þá að hafa samband við lögregluna.
Vakin er athygli á því að allar upplýsingar eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Eins má koma upplýsingum nafnlaust í Upplýsinga-/fíkniefnasímann 800 5005:

Þegar hringt er í upplýsingasímann svarar talhólf. Þar getur þú lesið inn þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða þú óskar þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang. Einnig má hafa samband í gegnum netfangið info@rls.is.

Því er við að bæta að þrjú fíkniefnamál hafa komið upp á svæðinu síðan á mánudag og eru þau upplýst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðjón fékk slæma byltu og braut þrjú rifbein á Þingvöllum – „Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða“

Guðjón fékk slæma byltu og braut þrjú rifbein á Þingvöllum – „Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjórinn fór offari þegar hann lét lóga tveimur hundum

Sveitarstjórinn fór offari þegar hann lét lóga tveimur hundum