fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Viðskiptablaðið hjólar í Berg Þór – Vill vita hvort hann fékk styrk: „Vandræðaleg samkoma fyrir tómlegum sal“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptablaðið hjólar Berg Þór Ingólfsson, leikara og leikstjóra, í ritstjórnarpistli Týs í nýútgefnu blaði. Þar er fundið að því að leiksýning hans, Svartlyng, hafi ítrekað verið auglýst í Fréttablaðinu þrátt fyrir, að sögn Viðskiptablaðsins, litla aðsókn.

Viðskiptablaðinu virðist vera sérstaklega illa við uppsetningu Bergs á samtölum Klaustursþingmanna í Borgarleikhúsinu. „Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri reiddi hátt til höggs með leiklestri í beinni útsendingu á meiðandi svívirðingum af Klausturbar síðasta vetur. Úr varð skammarlegt klámhögg, sem særði helst þá er síst skyldi. Borgarleikhúsið á enn eftir að upplýsa útsvarsgreiðendur í Reykjavík um hvað það kostaði. Það er gott að hafa allan kostnað borgarbúa við flokkspólitískan áróður uppi á borðum,“ segir í pistlinum.

Eitt nýjasta verk í leikstjórn Bergs er Svartlyng en sú sýning var frumsýnd í september í fyrra. „Bergur Þór setti einnig upp leikritið Svartlyng í Tjarnarbíói síðasta vetur. Svartlyng var kynnt sem „gamanleikur“ á vegum leikfélagsins Grals, en var í flesta staði vandræðaleg samkoma fyrir tómlegum sal í Tjarnarbíói þá daga sem verkið var sett upp. Kannski spillti mest fyrir hve flokkspólitískt erindið var augljóst, en leikurinn var skrifaður upp eftir forsögn Bergs Þórs,“ segir í pistlinum.

Sá sem skrifar pistilinn segist hafa talið auglýsingar verksins í Fréttablaðinu. „Það sem vakti hins vegar fyrst og fremst athygli Týs varðandi þessar sýningar var ótrúlegur fjöldi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu. Svartlyng var auglýst 26 sinnum með heilsíðu litauglýsingum í Fréttablaðinu liðinn vetur. Að auki birtust 14 minni auglýsingar í sama blaði. Þá fór fram kostuð herferð á Facebook í janúar. Coca Cola væri fullsæmt af þessari auglýsingaþekju. Ef allt er með felldu hvað verðlag á auglýsingunum snertir er þetta auglýsingakostnaður sem hleypur á milljónum króna,“ segir í pistlinum.

Týr gefur svo í skyn að sýningin hafi verið kostuð að einhverju leiti af almannafé. „Atarna er forvitnilegt viðskiptalíkan. Auglýsingakostnaður upp á milljónir en mjög takmarkaðar tekjur af miðasölu. Það væri fróðlegt fyrir viðskipta- og menningarlífið, sér í lagi nú þegar harðnar víðar á dalnum, að heyra meira af því hvernig litlar sölutekjur og mikill kostnaður fara saman. Stjórnmálin hljóta sömuleiðis að velta því fyrir sér hvort þarna sé kominn sniðugur kanall fyrir ótakmörkuð fjárframlög í pólitískan áróður, sem hvorki þarf að standa Ríkiendurskoðun skil á, né óstofnaðri Kosningastofnun, sem stjórnmálastéttin hótar nú skattborgurum,“ segir í pistlinum.

Týr raunar krefst þess að styrkir vegna verksins verði gefnir upp: „Þá kemur sér vel að Bergur Þór hefur kynnt sig til leiks í þjóðfélagsumræðunni sem mikinn málsvara upplýsinga um hvaðeina. Þess er því skammt að bíða að allar upplýsingar um tekjur, opinbera styrki og gjöld vegna Svartlyngs verði birtar opinberlega. Eiginlega hljóta það að vera einfeldningsleg mistök að leyndarhyggjunni um þetta hafi ekki verið aflétt nú þegar.“ Þar vísar Viðskiptablaðið sennilega til þess að Bergur kallaði eftir upplýsingum um hvers vegna Robert Downey, barnaníðingur sem misnotaði dóttur hans, fékk uppreist æru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar