Fimmtudagur 20.febrúar 2020
Fréttir

Kerfið er hannað til að fólk gefist upp

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 2. júní 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur undanfarið fjallað um lyfjaskort á Íslandi og hvaða áhrif það hefur á þá sem reiða sig á ýmis lyf til að lina þjáningar sínar, berjast við lífshættulega sjúkdóma eða vera gjaldgengir þegnar í samfélaginu. Lyfjaskortur er að sjálfsögu ekki séríslenskt fyrirbæri og hefur hans orðið vart um allan heim síðustu ár. Hins vegar er enginn miðlægur gagnagrunnur til um birgðastöðu lyfja á Íslandi og listi á síðu Lyfjastofunnar um skort er ófullkominn, þótt verið sé að vinna í úrbótum. Eins og Lára Guðrún Jóhönnudóttir lýsir í blaðinu í dag er það upplýsingaflæðið, eða réttara sagt skortur þar á, sem veldur miklum kvíða og eykur á vandann. Lára greindist með brjóstakrabbamein og þarf á vissum lyfjum að halda til að draga úr líkum á endurkomu krabbameinsins. Ef skortur er á lyfinu þarf hún sjálf að hringja úr einu apóteki í annað til að reyna að hafa upp á því. Alveg er það dæmigerð lýsing á því kerfi sem við Íslendingar búum við.

Ég fæ mjög oft á tilfinninguna að kerfið sem heldur utan um okkur sé hannað til að láta okkur gefast upp. Það er eiginlega sama hvar maður drepur niður – allir hafa sína sögu að segja. Hringja þangað, senda póst á þennan, bíða eftir símatímanum svo þú fáir einhver svör. Mæta á staðinn, vísað annað, fylla út eyðublað, bíða í röð. Fá svo að vita að það vanti upplýsingar. Persónuupplýsingar. Hjá ríkisstofnun. Fara þangað, fylla út meira, fá krampa, missa úr vinnu, verða leiður, pirraður, þreyttur. Endurtaka. Þurfa svo kannski að bíða í marga daga eftir svörum. Svörum við beiðnum og spurningum sem hafa gríðarleg áhrif á lífið.

Aldrei er maður upplýstur að fyrra bragði. Aldrei er svo mikið sem brauðmoli látinn falla af borðinu nema maður sæki sér hann. Eins og fyrrnefnd Lára lýsir svo vel í DV í dag þá er svona hringavitleysa ekkert annað en tímasóun, sem hefur djúpstæð áhrif á þá sem þjást – bíða í óvissunni. Í staðinn fyrir þann tíma sem fer í að sækja sinn rétt, sækja sér upplýsingar sem maður á rétt á, leita að lífsnauðsynlegum lyfjum, gætu þegnar þjóðfélagsins nýtt þennan dýrmæta tíma í að byggja sig upp andlega, rækta sambönd við fjölskylduna og unnið í því að koma sér aftur út í samfélagið, eins og Lára bendir réttilega á.

Oft er því fleygt fram að hinar og þessar kynslóðir séu aldar upp til að vera aumingjar. Fái allt upp í hendurnar, taki enga ábyrgð og séu upp til hópa auðnuleysingjar. Er ekki réttara að við förum að horfast í augu við þá staðreynd að kerfið elur okkur upp til að mistakast?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fær 105 þúsund á tímann – 4,2 milljónir króna fyrir „að hámarki“ fimm daga vinnu

Fær 105 þúsund á tímann – 4,2 milljónir króna fyrir „að hámarki“ fimm daga vinnu
Fréttir
Í gær

Hitti Anton Helgi morðingja Olofs Palme? – „Ég hef aldrei losnað við óhugnaðinn sem gróf um sig innra með mér“

Hitti Anton Helgi morðingja Olofs Palme? – „Ég hef aldrei losnað við óhugnaðinn sem gróf um sig innra með mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bregðast hart við yfirvofandi brottvísun Maní: „Er einfaldlega ekki komið nóg?“

Bregðast hart við yfirvofandi brottvísun Maní: „Er einfaldlega ekki komið nóg?“