fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Þyrla, varðskip og björgunarsveitir kallaðar út vegna elds í rækjutogara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. maí 2019 08:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK-200 klukkan 21:12 vegna elds sem var laus í vélarrúmi skipsins. Átta voru um borð en skipið var statt um 90 sjómílur norður af landinu.

Laust fyrir miðnætti kom togarinn Múlaberg og TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, á vettvang. Línu var komið á milli skipanna og er Múlabergið með Sóleyju Sigurjóns í togi á leið til lands. Ákveðið var að fækka í áhöfn skipsins og voru tveir skipverjar hífðir um borð í TF- LIF sem heldur áleiðis til Akureyrar. Varðskipið Týr heldur eftir sem áður á móti skipunum og er gert ráð fyrir að varðskipsmenn kanni ástandið um borð í rækjutogaranum. Björgunarskipinu Sigurvin hefur verið snúið við.​

Áhöfnin á Sóleyju Sigurjóns ræsti slökkvikerfi í vélarrúmi skipsins en skipverjarnir átta voru komnir í björgunargalla, heilir á húfi og héldu kyrru fyrir í brúnni. Eldurinn var þá slokknaður en skipið vélarvana og skipverjar þörfnuðust aðstoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“
Fréttir
Í gær

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi
Fréttir
Í gær

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Í gær

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“