fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ingólfur segir strákana okkar ómenntaða, geðsjúka og hrædda: „Og þeir munu halda áfram að drepa sig“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. nóvember 2018 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður hefur getið sér gott orð fyrir að varpa ljósi á geðvandamál ungra manna. Sjálfur glímir hann við alvarlega kvíðaröskun um árabil og hefur hann talað opinskátt um það.

Ingólfur deilir á Twitter pistli Hafdísar Bjargar Kristjánsdóttur en sá pistill hefur vakið geysimikla athygli. Hafdís velti fyrir sér hvort það sé einhver tenging á milli femínisma og sjálfsvíga ungra karla. Sitt sýnist hverjum um þann pistil en sumir hafa fagnað honum meðan aðrir fordæma hann.

Sjá einnig: Hafdís Björg tengir femínisma við sjálfsvíg: „Á mánudagskvöldinu voru FJÖGUR sjálfsvíg sem áttu sér stað“

„Við búum í samfélagi þar sem ungir karlar drepa sig, þar sem lítið er gert úr orðum þeirra vegna kyns, þar sem einhliða frásagnir kvenna í fjölmiðlum stúta þeim, þar sem misheppnað daður getur orðið að kynferðislegu áreiti þar sem þeir þora ekki að berjast fyrir sjálfa sig, þar sem þeir líða fyrir karllæga menningu og kvenfyrirlitningu fyrir þeirra tíma. Ólæsir, ómenntaðir, láglaunaðir, fangelsaðir, gerendur, geðsjúkir, hræddir. Það eru strákarnir okkar í dag,“ segir Ingólfur.

Hann segir að samfélagið verði hlúa að ungum mönnum. „Og þeir munu halda áfram að drepa sig, stundum fjórir á dag, stundum einn á viku, ef samfélagið býður þá ekki velkomna, ef samfélagið hlúir ekki að þeim. Það þarf að tala við strákana okkar, en ekki tala niður til þeirra,“ segir Ingólfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi