fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hafdís Björg tengir femínisma við sjálfsvíg: „Á mánudagskvöldinu voru FJÖGUR sjálfsvíg sem áttu sér stað“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafdís Björg Kristjánsdóttir, einkaþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari í fitness, skrifar áhrifaríkan pistil um sjálfsvíg karlmanna. Hún segir að þar síðasta mánudag hafi fjórir karlmenn sem hún viti til svipt sig lífi. Hún spyr sig hvort sjálfsvígin tengjast femínisma í dag.

„Síðastliðið mánudagskvöld misstum við mörg mjög mikið þegar vinamargi gleðipinninn okkar ákvað að kveðja þennan heim. Þegar fréttirnar fóru að berast og fólk fór að hafa samband og spyrja hvað hefði komið fyrir, af hverju þetta gerðist og hvers vegna þá var eitt sem að stakk mig svo rosalega í hjartað! Lang flestir sögðu: En hann var alltaf brosandi! Hann var alltaf svo hress. Hver man ekki eftir okkar ástkæra leikara Robin Williams, síbrosandi hressi grínistinn sem náði til allra. Þegar maður sá hann hugsaði maður að þarna væri mjög hamingjusamur glaður maður sem vann við að dreifa gleðinni. En bak við allt saman var mjög þungur hugur sem gafst upp í sinni baráttu,“ segir Hafdís.

Hugsar til sonar síns

Hún segir að þetta hafi orðið til þess að hún hafi hugsað til sonar síns. „Það er svo margt búið að brjótast um í höfðinu á mér síðastliðna daga og miklar pælingar. Ég á 11 ára strák sem oftar en ekki er kallaður trúðurinn í hópnum, alltaf að djóka og alltaf brosandi. Viti þið hvað það er sem að hræðir mig mest? Ég sé það á brosinu hans hversu illa honum líður. Hann hefur oft verið tekinn fyrir og lent í mikilli stríðni. Kennarinn hans hringdi í mig fyrir ekki svo löngu og sagði mér að vinir hans hefðu leitað til hennar. Þeir sögðu henni frá öllu sem hann var að lenda í, í skólanum og utan skóla. Á sama tíma hoppar hann í trúða gírinn og hlær með hópnum sem tekur hann fyrir. Eftir þetta símtal settist ég niður með litla brosmilda stráknum mínum sem virðist alltaf vera svo glaður og ég gekk á hann, ég fylgdist með hvernig brosið breyttist en aldrei hætti hann að brosa… Hann var farinn að gráta en samt svo mikið að reyna að gera það ekki því honum mátti ekki líða svona ill, hann mátti ekki gráta! En af hverju líður honum eins og hann megi það ekki, aldrei hef ég bannað honum að gráta??!,“ segir Hafdís Björg.

Hún spyr hvers vegna meirihluti þeirra sem svipta sig lífi séu karlmenn. „Á mánudagskvöldinu voru FJÖGUR sjálfsvíg sem að áttu sér stað, FJÖGUR sem að ég hef heyrt af. Þetta eina kvöld…. Og allt voru þetta karlmenn! Ég byrjaði að deila þessum vangaveltum á snappinu mínu í fyrradag en komst ekki lengra vegna tára svo ég ákvað að taka mig saman og koma þessu frá mér í rituðu máli. Hvernig getur það verið að karlmenn séu í svona miklu meirihluta að falla frá? Er ekki eitthvað sem við erum að gera rangt?,“ spyr Hafdís.

Skaðlegt hugarfar

Hún veltir fyrir sér hvort þetta tengist eitthvað nútímafemínisma. „Nú vil ég taka það fram að það sem kemur hér fyrir neðan eru mínar vangaveltur og engar ákveðnar rannsóknir né heimildir sem eru á bak við þær, bara ég og mitt. Ef að þið fylgist með fjölmiðlum nú til dags þá liggur við að það sé önnur hver frétt um íslenskan karlmann gráta yfir merkilegu viðtali eða átakanlegri auglýsingu. Hver hefur ekki séð auglýsingaherferðina frá UN Woman : Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur! Ég horfði á þessa auglýsingu og ég grét, ég grét úr mér augun! Ekki vegna þess að ég er kona heldur vegna þess að þetta voru rosalegir atburðir sem verið var að lýsa, eitthvað sem maður vill ekki trúa að sé að gerast í þessum heimi! En viti þið hvað það var sem að dró mestu athyglina að þessari herferð? AÐ KARLMAÐUR HAFI GRÁTIÐ! Eins og það sé eitthvað óeðlilegt að maður fari að gráta við þessar aðstæður,“ segir Hafdís.

Hún segir þetta skaðlegt hugarfar. „Mér finnst ekki skrítið að strákar eða karlmenn nú til dags séu margir tilfinningalega bældir! Þeir eru alltaf að fá skilaboð um það að þessar tilfinningar sem þeir hafa eru óeðlilegar, það óeðlilegar að það verður fréttnæmt! Við erum alltaf að segja þeim hvernig þeim má líða og hvernig ekki. Alveg frá því að þeir eru pínu litlir fá þeir að heyra við fyrstu meiðslin sín að ekki fara gráta heldur vera sterkur!,“ segir Hafdís.

Amma talaði ekki niður til karla

Hún minnist þess að amma hennar var mikil baráttukona. „Langamma mín var þjóðþekkt kona, hún barðist fyrir götubörnum eða týndu börnunum eins og oft var sagt og hún barðist fyrir Femínisma. En það var þá sem að ég tengdi orðið Femínismi við jafnrétti kynjanna, eitthvað sem konur voru stoltar af. Langamma bjó hjá mér og móður minni í smá tíma og þrátt fyrir að hafa verið heldur ung þegar ég var hvað mest í kringum þessa merku konu þá lærði ég helling af henni. Hún var mikil trunta, hávær og hafði sterkar skoðanir á hlutum. En aldrei heyrði ég hana tala niður til karlmanns í sinni baráttu, aldrei fyrir mitt litla líf hefði ég séð fyrir mér langömmu mína labba berbrjósta niður laugarveginn til þess að draga athygli á sínum málstað!,“ segir Hafdís.

Hún telur að femínismi í dag snúist allt of mikið um að drulla yfir karlmenn. „Orðið Femínismi í dag fyrir mér er orð sem ég tengi á mjög neikvæðan hátt, ég fæ hroll, gæsahúð og sé fyrir mér konu sem finnur fyrir þeirri þörf að rakka niður karlmenn til þess að upphefja okkur kvenmenn. Margar hverjar sem telja sig tilheyra þessum femínisma hóp eru að upphefja konur sem eru þjóðþekktar fyrir það að svoleiðis drulla yfir aðra karlmenn og gera lítið úr þeim. Þessar konur eru settar á stall og sagðar vera að berjast fyrir jafnrétti sem að gæti ekki verið meira fjarri lagi,“ segir Hafdís.

Perrar ef þeir horfa á brjóst

Hún segir að það sé ekkert að því að karlmenn hafi áhuga á kvenmannslíkamanum. „Þegar strákar fara á kynþroska aldurinn og fara að veita hinu kyninu athygli þá eru það brjóst kvenmannsins sem að oftar en ekki kveikir á þessari kynhvöt og viti þið hvað þetta er eðlilegt! Það þýðir ekki að ef strákar heillist að kvennmannslíkamanum að hann sé að gera lítið úr honum eða sýnir henni eitthvað minni virðingu fyrir vikið. Nei þetta er bara ósköp eðlilegt…. En nú ætlum við að kalla þá perra því við eigum þennan líkama! Þeim má ekki finnast kvenmanns brjóst sexý því þá eru þeir perrar, en þeim má finnast það sexý þegar ég ákveð að klæða mig þannig upp og er í þannig fýling. Ekki þegar ég fer berbrjósta í sund, ekki þegar ég tek mynd í tilefni free the niple og ekki þegar ég labba berbrjósta niður laugarveginn. NEI BARA þegar ég segi til, þá má þeim finnast það!,“ segir Hafdís.

Bældir og kaldir

Hún segir að karlmenn megi nánast ekkert í dag. „Karlmenn mega ekki gráta, NEI þeir þurfa að vera sterkir! Ég hef meira að segja séð pósta frá þessum svokölluðu femínistum þegar þær deila fréttum inn á lokuðum Facebook grúbbum þar sem þær deila fréttum af karlmönnum tjá sínar skoðanir og tilfinningar og fyrirsögnin þeirra á þessum link er : Vá farðu að grenja kjéllingin þín. Karlmenn mega ekki horfa of mikið þá eru þeir perrar, ef þeir horfa ekki neitt þá eru þeir hommar. Karlmenn mega ekki gráta því þá eru þeir aumingjar, en ef þeir gráta ekki þá eru þeir tilfinningalega bældir og kaldir. Karlmenn mega ekki finna sársauka þá eru þeir kellingar. Karlmenn mega ekki neitt nema við segjum að þeir megi það! Eftir öll þessi skilaboð skil ég á engan hátt hvernig karlmönnum má líða í dag,“ segir Hafdís.

Hún vonast til þess að karlmönnum verði leyft að finna sömu tilfinningar og konur. „Hugsið ykkur að upplifa frá barnsaldri að tilfinningar þínar ALLAR séu óeðlilegar, að finna fyrir því á hverjum degi að þú þurfir að berjast við hausinn á þér því þér MÁ ekki líða eins og þér líður! Ef að við myndum hætta að segja karlmönnum hvernig þeim má líða og hvernig ekki, bara leyfa þeim að finna sömu tilfinningar og við, leyfa þeim að tjá sig á sama hátt og við.. Haldi þið ekki líka að mikið myndi breytast? Þetta eru allaveganna mínar vangaveltur og ég vona svo innilega að þetta fái fleiri til þess að hugsa og pæla,“ segir Hafdís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“