fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Sindri segist koma aftur heim fljótlega – Sagður eiga íbúð á Spáni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. apríl 2018 04:33

Sindri Þór Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Þór Stefánsson, sem er eftirlýstur um alla Evrópu í kjölfar þess að hann flúði úr fangelsinu á Sogni aðfaranótt þriðjudags, segir að honum hafi verið haldið í fangelsi án dóms og laga. Hann segist ætla að sanna þetta. Sindri er sagður eiga íbúð á Spáni og hafi ætlað að sér að flytja þangað en vinir hans og ætlaðir samverkamenn hafa einmitt flutt þangað á undanförnum misserum.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en blaðinu barst yfirlýsing frá Sindra vegna málsins. í yfirlýsingunni segir Sindri að honum hafi verið haldið á Sogni án dóms og laga þar sem gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum hafi ekki verið í gildi þegar hann strauk. Dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort hann féllist á kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald og því telur Sindri að hann hafi í raun verið frjáls maður en hafi verið neyddur til að unddirita skjöl um að hann myndi gista í fangaklefa þar til búið væri að samþykkja framlengingu á gæsluvarðhaldi. Sindri er grunaður um aðild að þjófnaði á um 600 tölvum úr þremur gagnaverum.

Á vef Fréttablaðsins kemur fram að Sindri segist hafa setið í gæsluvarðhaldi í tvo og hálfan mánuð að ósekju og hyggist kæra málsmeðferðina til Mannréttindadómstóls Evrópu. Honum hafi ekki verið sýnd nein sönnunargögn og hafi verið hótað að hann myndi sitja lengur í einangrun ef hann myndi ekki benda á þýfið.

Hann segist hafa tekið ranga ákvörðun þegar hann ákvað að flýja en nú sé unnið að því að semja við lögregluna um að hann komi heim aftur án þess að vera handtekinn erlendis. Hann þurfi ekki að snúa heim því hann geti verið á flótta erlendis eins lengi og hann vilji, að hann sé kominn í samband við fólk sem aðstoðar hann en hann ætli að takast á við málið hér á landi og komi því heim fljótlega.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að Sindri hafi keypt íbúð á Spáni skömmu og hafi selt búslóð sína og ætlað að flytjast til Spánar en vinir hans og meintir samverkamenn hafa flutt þangað á undanförnum misserum.

Yfirlýsingu Sindra er hægt að lesa í heild sinni á vefsíðu Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni