fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FréttirLeiðari

Þetta er að í Krýsuvík

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 26. janúar 2018 19:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er staðreynd að Meðferðarheimilið í Krýsuvík hefur bjargað mannslífum. Margir eiga þaðan góðar minningar og munu tengjast staðnum ævilangt. Í Krýsuvík hefur unnið gott fólk sem hefur viljað láta gott af sér leiða. Þá er mikilvægt að til sé meðferðarstofnun sem býður upp á langtímameðferð fyrir okkar veikasta fólk. Þeir sem hafa náð árangri hafa reiðst umfjöllun DV sem hefur sagt frá misnotkun, óttastjórnun og fjármálaóreiðu. Það þýðir ekki að brotið hafi verið kynferðislega á öllum skjólstæðingum, sem betur fer. En það er alvarleg krísa í Paradís og stjórnendur neita að horfast í augu við vandann.

Þetta er að í Krýsuvík. Á síðasta ári var Krýsuvíkursamtökunum úthlutað 106 milljónum á fjárlögum. Rúmar níu milljónir fóru í glæsikerru fyrir forstöðumann meðferðarheimilisins á sama tíma og Sigurlína, stjórnarformaður Krýsuvíkursamtakanna, hefur kvartað undan hversu lítið fé samtökin hafa á milli handanna. Það var ekki einu sinni hægt að kaupa nagladekk fyrir bílinn sem ferjar ráðgjafa og aðra starfsmenn upp í Krísuvík. Á sama tíma voru keypt dekk fyrir þrjú hundruð þúsund undir glæsikerruna.

Óeðlileg samskipti forstöðumanns við skjólstæðinga

Ótal heimildarmenn DV hafa upplýst að Þorgeir Ólason, forstöðumaður heimilisins, hafi átt í óeðlilegum samskiptum við kvenkyns skjólstæðinga heimilisins, jafnvel ástarsamböndum. Sigurlína Davíðsdóttir, stjórnarformaður samtakanna, hefur staðfest það og Þorgeir hefur verið sendur í tveggja mánaða leyfi.

Starfsmenn í kynlífs- og ástarsamböndum við skjólstæðinga

DV hefur sagt frá þremur öðrum starfsmönnum sem hafa átt kynferðislegt samneyti með skjólstæðingum. Einn þeirra hefur verið kærður til lögreglu.

Falleinkunn frá Landlækni

Landlæknir gerði úttekt á starfsemi og meðferð heimilisins árið 2016 og gerði nokkrar alvarlegar athugasemdir. Hálfu ári síðar fylgdi Landlæknir úttektinni eftir en þá kom í ljós að stjórnendur höfðu virt athugasemdir hans að vettugi. Það virðist þó ekki hafa haft neinar afleiðingar gagnvart Landlækni eða velferðarráðuneytinu sem veitir heimilinu fjárframlög. Þvert á móti, því fjárframlögin hafa aukist frá því úttektin var gerð.

Enginn að störfum eftir klukkan fjögur

Helsta gagnrýni Landlæknis var að engir starfsmenn væru á heimilinu eftir klukkan fjögur á daginn og enginn um helgar. Afstaða stjórnenda heimilisins var og er enn sú að því fyrirkomulagi verði ekki breytt.

Stóraukin fjárframlög ríkisins síðustu ár

Meðferðarheimilið hefur um árabil notið framlaga frá ríkinu samkvæmt fjárlögum. Lengst af nam framlagið um 70 milljónum króna. Árið 2015 óskaði Sigurlína opinberlega eftir því að framlagið yrði hækkað upp í 105 milljónir, því „staðan á okkur er sú að við rétt skrimtum.“ Árið 2016 var framlagið hækkað í 106 milljónir og árið 2018 verður það 114 milljónir króna.

Skrimta á glæsikerru

Samtökin keyptu í maí í fyrra stóran pallbíl sem með öllu kostaði vel á tíundu milljón króna. Kostnaðurinn nemur því tæplega 10 prósentum af því fjárframlagi sem samtökin njóta frá ríkinu á ári. Bíllinn var keyptur fyrir forstöðumanninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala