fbpx
Fimmtudagur 29.október 2020
Fréttir

Bauðst til að staðgreiða skipstjórasæti Fáfnis

Fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore lagði fram tryggingu frá kanadísku fjármálafyrirtæki

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. febrúar 2016 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Fáfnis Offshore, bauðst til að staðgreiða eignarhluti tveggja stærstu hluthafa íslenska olíuþjónustufyrirtækisins í tilboði sem hann sendi þeim um síðustu helgi. Forstjórinn fyrrverandi, sem var rekinn frá Fáfni í desember, lagði samkvæmt heimildum DV meðal annars fram staðfestingu á lánsfjármögnun frá kanadíska fjármálafyrirtækinu Prospect Financial Group. Tilboðið var bindandi og lagt fram um síðustu helgi í nafni einkahlutafélagsins Fafnir Holding sem er alfarið í eigu Steingríms. Það rann út í byrjun þessarar viku en hluthafarnir tveir, framtakssjóðirnir Akur og Horn II, höfnuðu því.

Ábyrgðust tilboðið

Tilboðið var samkvæmt heimildum lagt fram án fyrirvara um fjármögnun. Ekki fengust upplýsingar um upphæð þess en þó að hún hafi verið í norskum krónum. Akur, sem er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS, er stærsti hluthafi Fáfnis með 30% hlut. Horn II á 23% en félag Steingríms, Fafnir Holding, kemur þar á eftir með 21%. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær, fimmtudag, þá höfnuðu framtakssjóðirnir tveir tilboðinu. Hinir fimm hluthafarnir, þar á meðal Sjávarsýn ehf. sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Hayvard Ship Invest AS, sem eru í eigu norsku skipasmíðastöðvarinnar Hayvard, eiga minna en 10%.

Jóhannes Hauksson hefur ekki viljað tjá sig um stöðu olíuþjónustufyrirtækisins eða hvort tilboð í það hafi borist á síðustu vikum.
Stjórnarformaður Fáfnis Jóhannes Hauksson hefur ekki viljað tjá sig um stöðu olíuþjónustufyrirtækisins eða hvort tilboð í það hafi borist á síðustu vikum.

Prospect Financial Group var eins og áður segir tilbúið til að gangast í ábyrgð fyrir fjármögnun á hluta tilboðsins. Ekki er þó ljóst hvort fyrirtækið kom að tilboðinu sem lánveitandi eða fulltrúi annarra fjárfesta. DV hefur ekki vitneskju um að fyrirtækið, sem var stofnað árið 2006, hafi áður komið að fjármögnun verkefna hér á landi. Aftur á móti er Gordon J. Reykdal, ræðismaður Íslands í Edmonton og fyrrverandi formaður íslensk-kanadíska viðskiptaráðsins, forstjóri fyrirtækisins. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, er þar að auki starfsmaður þess. Þeir störfuðu áður báðir hjá öðru fjármálafyrirtæki í Kanada, Cash Store Financial, en Halldór hefur búið í landinu síðan 2009.

Tjá sig ekki

DV greindi í síðustu viku frá því að hópur fjárfesta hefði sýnt því áhuga að kaupa meirihluta í Fáfni Offshore. Ekki fengust upplýsingar um hverjir stóðu að þeim umleitunum. Í fréttinni var fullyrt að eigendur danska sjávarútvegsfyrirtækisins Sirena A/S, sem á 2,8% hlut í Fáfni í gegnum dótturfélag sitt Optima Denmark ApS, væru óánægðir með samskipti sín við stjórnendur olíuþjónustufyrirtækisins. Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis og framkvæmdastjóri Akurs, vildi þá ekki svara því hvort tilboð í ráðandi hlut í fyrirtækinu hefði borist. Boe Spurré, framkvæmdastjóri Sirena A/S, baðst einnig undan viðtali. Aftur á móti hafnaði Jóhannes því ekki að tilboð hefði borist í síðustu viku og Boe ekki að fyrirtæki hans hefði lýst áhuga á að auka hlutafé sitt í Fáfni.

Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, er starfsmaður Prospect Financial Group.
Býr í Kanada Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, er starfsmaður Prospect Financial Group.

Ljóst er að ekki eru allir hluthafar Fáfnis sammála um þær ákvarðanir sem hafa verið teknar síðustu mánuði. Steingrími, sem stofnaði fyrirtækið og var andlit þess út á við, var eins og áður segir sagt upp störfum og nýr framkvæmdastjóri ráðinn í hans stað. Jóhannes Hauksson tók við stöðu stjórnarformanns nokkrum vikum síðar af Bjarna Ármannssyni sem hafði þá sinnt hlutverkinu í rúma fimm mánuði. Þeir hafa ekki viljað tjá sig um stöðu fyrirtækisins sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum.

Dýrasta skipið

Fáfnir rekur fimm milljarða króna olíuþjónustuskipið Polarsyssel, dýrasta skip Íslandssögunnar, og er með annað í smíðum hjá Hayvard. Samið var um smíði nýja skipsins, Fafnir Viking, í apríl 2014 og gerðu stjórnendur Fáfnis þá ráð fyrir að floti þess gæti á endanum talið þrjú til fjögur skip. Afhendingu skipsins hefur verið frestað nokkrum sinnum en upphaflega stóð til að hún færi fram í næsta mánuði.

Lækkun olíuverðs hefur gjörbreytt verkefnastöðu margra fyrirtækja sem þjónusta olíuiðnaðinn. Fáfnir Offshore gerði aftur á móti samning við norska ríkið sem er sagt tryggja Polarsyssel verkefni í níu mánuði á ári við gæslustörf við Svalbarða. Tunna af Norðursjávarolíu (e. Brent Crude) kostaði um 35 Bandaríkjadali í gær. Í apríl 2014, þegar Fafnir Viking var pantað, kostaði hún um 110 dali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kom frá Frankfurt með 15 kíló af grasi – Örlögin ákveðin innan skamms í héraðsdómi

Kom frá Frankfurt með 15 kíló af grasi – Örlögin ákveðin innan skamms í héraðsdómi
Fréttir
Í gær

Ákært vegna líkamsárásar á goslokahátíð

Ákært vegna líkamsárásar á goslokahátíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð Þórarins á sveitabæ – Segist hafa verið látinn vinna launalaust og lögreglu sigað á hann – „Þetta var algjör niðurlæging“

Martröð Þórarins á sveitabæ – Segist hafa verið látinn vinna launalaust og lögreglu sigað á hann – „Þetta var algjör niðurlæging“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmd fyrir skattsvik eftir að hafa rekið fyrirtækið Snyrtilegur klæðnaður í þrot

Dæmd fyrir skattsvik eftir að hafa rekið fyrirtækið Snyrtilegur klæðnaður í þrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Silfurskeiðin bregst hart við eineltinu gegn Ólíver – „Ég er með sting í hjartanu“

Silfurskeiðin bregst hart við eineltinu gegn Ólíver – „Ég er með sting í hjartanu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðbrögð stjórnenda HG við Covid-smitum rannsakað sem sakamál – Forvarnarverðlaun útgerðarinnar höfð að háði á netinu

Viðbrögð stjórnenda HG við Covid-smitum rannsakað sem sakamál – Forvarnarverðlaun útgerðarinnar höfð að háði á netinu