fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Brynjar gerir lítið úr söfnun Kára: Bjóst við að fleiri myndu skrifa undir

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 25. janúar 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á þeim fjórum dögum sem undirskriftasöfnun Kára hefur staðið yfir hafa 40 þúsund landsmanna tekið undir kröfuna um að útgjöld til heilbrigðismála verði 11% af landsframleiðslu í stað 8.7%. Eru það heldur færri en ég gerði fyrirfram ráð fyrir.“

Þetta segir Brynjar Níelsson í pistli á Pressunni sinni og hnýtir þar í Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Líkt og greint hefur verið frá ítrekað í fjölmiðlum hefur Kári staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem hann skorar á stjórnvöld að verja árlega 11% af vergri landsframleiðslu til reksturs heilbrigðiskerfisins. Yfir 40 þúsund manns hafa tekið þátt í áskorun Kára. Brynjar Níelsson og Jón Gunnarsson hafa gagnrýnt vísindamanninn og svaraði Kári á þá leið í gær að þeir flokksbræður væru hræddari við skattahækkanir en þjáningar og dauða samborgara sinna. Í frétt Eyjunnar er haft eftir Kára:

„Þeir eru hins vegar báðir góðir og hjartahlýir menn og þess vegna ætla ég að skrifa þessa vitleysu þeirra á hvatvísi og hættulega tryggð við formann flokks þeirra sem þarf einmitt á því að halda að einhver segi honum til vamms í stað þess að etja honum á það exelskjala forað sem hann virðist svo elskur að.“

Brynjar svarar Kári í dag og segir að forstjórinn hefði náð svipuðum árangri með undirskriftasöfnun um aukið hlutfall af landsframleiðslu færi til menntakerfisins, til elli- og lífeyrisþega, lögreglu og dómsmál, í samgöngur, fæðingarorlof, málefni barna eða til menningar og lista. Brynjar segir:

„Í þessa málaflokka ásamt heilbrigðismálum fer megnið af öllum útgjöldum ríkisins. Má því ætla að krafa Kára um 50 milljarða aukningu í heilbrigðismálin á hverju ári yrði fyrst og fremst á kostnað framangreindra málaflokka.“

Þá segir Brynjar ljóst að vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar verði ekki hjá því komist að auka fé til heilbrigðismála í nánustu framtíð.

„Svo að það verði ekki um of á kostnað annarra mikilvægra málaflokka, sem snerta innviði í okkar örsmáa samfélagi, er mikilvægt að auka landsframleiðsluna. Mestir möguleikar okkar í þeim efnum felast í orkusölu hvort sem okkur líkar betur eða verr.“

Brynjar bætir við:

„Sá hagvöxtur sem hefur fylgt aukinni framleiðslu í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur annars vegar farið í almennar kjarabætur með hækkun launa og lækkunar skulda landsmanna og hins vegar í heilbrigðiskerfið. Forgangsröðun núverandi stjórnarmeirihluta ætti því að vera Kára ljós sem og fylgjendum hans. Forgangsröðun fyrri ríkisstjórnar var önnur eins og menn væntanlega muna.“

Hér má lesa pistil Brynjars í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga með ásakanir í garð Katrínar og Kára – „Áfall fyrir okkur hjá Persónuvernd“

Helga með ásakanir í garð Katrínar og Kára – „Áfall fyrir okkur hjá Persónuvernd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar saumaði að Höllu Tómasdóttur – „Varst þú blind á hætturnar og þennan hrylling sem var að hlaðast upp?“

Stefán Einar saumaði að Höllu Tómasdóttur – „Varst þú blind á hætturnar og þennan hrylling sem var að hlaðast upp?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“