fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Allur óþarfi bannaður

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. október 2018 21:00

Spegillinn 1948 Grín hent að skömmtunarkerfinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innflutningshöft voru ekki ný af nálinni á Íslandi þegar kreppan mikla læddist hingað árið 1930. Allt frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar árið 1914 höfðu gjaldeyris- og innflutningstakmarkanir verið virkar. En árið 1930 hríðféll verð á útflutningsvörum Íslands og brugðu stjórnvöld þá á það ráð að takmarka allan innflutning á „óþarfa varningi.“

Þann 3. október árið 1931 setti ríkisstjórn Framsóknarflokksins reglugerð um að skilaskyldu gjaldeyris til banka. Þann 23. sama mánaðar var sett reglugerð í atvinnumálaráðuneytinu um innflutningsbann sem heimilt var samkvæmt eldri lögum.

Sem dæmi um óþarfa sem bannað var að flytja inn mátti nefna kjöt, smjör, fisk, ávexti, brauð, sælgæti, ilmvötn, hljóðfæri, grammófónplötur, málverk, bifreiðar, skófatnað, tilbúinn fatnað, silki, kvikmyndir, tóbak, skartgripi, sápu, húsgögn og margt fleira. Listinn var reyndar svo langur að fljótlegra væri að telja upp hvað var ekki á honum. Á þessu eina ári hafði innflutningur reyndar þegar hrunið um þriðjung, úr 60 milljónum í 40.

Stjórnin fylgdi þessu eftir og var kaupmönnum gert skylt að gefa sérstakri innflutningsnefnd nákvæmar skýrslur á birgðastöðu þeirra af framan töldum vörum. Brot gegn banninu gat varðað sektum allt að 100 þúsund krónum. En hægt var að fá undanþágur að vissum skilyrðum uppfylltum.

Kreppan varði hér út áratuginn en árið 1939 var nær helmingur varningsins settur á svokallaðan frílista og undanþeginn banni. Þegar stríðið skall á og Bretar hernámu landið voru höftin fljótlega hert aftur. Haftastefnan markaði næstu áratugi og landsmenn þurftu að fylla út skömmtunarmiða til að kaupa sér gúmmístígvél eða spariglös svo að dæmi séu tekin. Á sjötta áratugnum slaknaði á höftunum og árið 1960 voru um 60 prósent innflutnings gefin frjáls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“