fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Hrund og Haraldur tóku eldhúsið í gegn – Sjáðu myndirnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. september 2019 20:00

Hrund og Haraldur tóku eldhúsið í gegn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrund Scheving, heimsmeistari í ólympískum lyftingum, og eiginmaður hennar Haraldur Pétursson eru nýbúin að taka eldhúsið í gegn.

„Við fengum húsið afhent í desember 2018 og fluttum inn í febrúar 2019, ætli framkvæmdirnar hafi ekki tekið svona tvo mánuði fyrir okkur,“ segir Hrund.

Eldhúsið fyrir.

„Við tókum niður einn vegg í eldhúsinu, sem var mjög þröngt, og þurftum þá að hækka loftið í leiðinni. Þannig þetta var ekki bara eldhúsið. En eldhúsinnréttingin sjálf var í rauninni bara minnsta mál. Það voru svona þrír eða fjórir dagar sem fóru í að mála hana og púsla henni aftur saman,“ segir Hrund.

Eldhúsið eftir.
Eldhúsið eftir.

Hrund og Haraldur notuðu sömu eldhúsinnréttingu, en skiptu út efri skápunum fyrir minni skápa og skiptu út höldunum.

Höldurnar. „Ég keypti þær á Aliexpress. Ég sá þær í Ikea en þær voru ekki til í litnum sem við vildum.“

Er eitthvað meira sem þið ætlið að gera í húsinu?

„Að hækka loftið var frekar stórt verkefni, þannig nei það er í rauninni bara að klára það sem við erum að gera. Okkur finnst voðalega gaman að nota það sem við eigum, við eigum húsgögn frá ömmum okkar og erum mikið að nota það sem okkur er gefið. Við höfum ekki keypt mikið nýtt inn í húsið,“ segir Hrund.

„Við áttum ekkert fullt af peningum þegar við fluttum þannig við ákváðum að kaupa ekki innréttingu og sjáum alls ekki eftir því. Fyrirkomulagið eins og það er núna er bara æði. Við erum mjög sátt með þetta,“ segir Hrund.

„Við erum ekki alveg búin. Við minnkuðum forstofuna og settum ísskápinn þar inn. En það kemur með tímanum.“

Sjáðu fleiri myndir af heimili Hrundar og Haralds hér að neðan.

Stofan fyrir

Stofan fyrir.
Stofan fyrir.

Stofan eftir

Sniðug garðhúsgögn sem Hrund og Haraldur gerðu fyrir pallinn í sumar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Elton John orðinn blindur á öðru auga – „Þetta er búið að vera hræðilegt“

Elton John orðinn blindur á öðru auga – „Þetta er búið að vera hræðilegt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

FIFA gæti fengið á sig kærur eftir að Ronaldo fékk sérmeðferð

FIFA gæti fengið á sig kærur eftir að Ronaldo fékk sérmeðferð
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Súlunesmálið dómtekið – Margrét sögð glíma við röskun sem olli því að foreldrar hennar tjáðu sig með bréfaskriftum

Súlunesmálið dómtekið – Margrét sögð glíma við röskun sem olli því að foreldrar hennar tjáðu sig með bréfaskriftum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Leikarinn sagður hafa fundið hamingjuna með nýjum kærasta

Leikarinn sagður hafa fundið hamingjuna með nýjum kærasta

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.