fbpx
Föstudagur 24.september 2021

Borgin mín, Los Christianos: „Kanaríbúinn er lífsglaður og heldur fast utan um fjölskylduna

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 13. maí 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er best þekktur, tók afdrifaríka ákvörðun í fyrra ásamt konu sinni og börnum, seldi allt sitt og flutti búferlum til Tenerife. Þar unir fjölskyldan sér vel við leik, skóla og skyldustörf.

„Ég flutti til Tenerife, Los Cristianos, vegna þess að ég ætlaði að stækka við mig heima á klakanum og sá þá að ef ég myndi gera það þá væru litlar líkur á að ég myndi nokkurn tímann prófa eitthvað svona. Næði kannski að klára lánið þegar ég væri 84 ára. Langaði ekki í þannig steypufangelsi. Þannig að við ákváðum að fara hingað til Tenerife, hér er opið allt árið og nóg að gera fyrir þá sem vilja vinna og njóta,“ segir Svali sem deilir sínum uppáhaldsstöðum í Los Christianos með lesendum DV.


Gleðilega páska: Svali og frúin, Jóhanna Katrín Guðnadóttir, á páskadag. 

Svali segir einkenna íbúa eyjunnar hvað þeir eru lífsglaðir og afslappaðir. „Los Cristianos er upprunalega gamalt fiskiþorp, en í dag er minna um fiskerí og meira um túrista. Hér er þó angi af gamla bænum og þar er verulega gott að vera. Stutt í alla þjónustu og auðvitað á ströndina og fleira í þeim dúr. Það er einkennandi fyrir Kanaríbúann að hann er ekkert að stressa sig á hlutunum, lífsglaður og heldur fast utan um fjölskylduna og maður finnur mikið af því hér í Los Cristianos.“

Langar ekkert að flytja í bráð, hvorki á Tenerife né aftur heim

Fjölskyldan býr ekki á ferðamannstað og langar ekkert að flytja í bráð. „Ég bý þannig séð eins langt frá túrismanum og hægt er í Los Cristianos og það er frábær kostur. Gallinn gæti verið sá að það er dálítil traffík þar sem ég bý. Enn sem komið er þá er ég ofsalega sáttur við þann stað sem við búum á. Langar ekkert sérstaklega að flytja neitt í augnablikinu. Gæti þó verið spennandi að búa í höfuðborginni Santa Cruz, hver veit nema að maður endi þar einhvern tímann.“

Svala langar heldur ekkert að flytja heim aftur. „Ég er búinn að eiga góð 43 ár á klakanum og tími til að gera eitthvað annað. Langar ekkert að koma heim ef ég á að segja eins og er. En maður veit auðvitað ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér.“

Aðspurður hvert fjölskyldan fari út að borða, bæði hversdags og til hátíðabrigða svarar Svali að það fari bara eftir stuðinu í þeim. „En það er fjöldinn allur af veitingastöðum hér í kringum okkur og við erum enn að kynnast þeim öllum. En við förum kannski einu sinni til tvisvar í viku út að borða.“ Skiptin sem farið er fínt út að borða eru færri og ástæðan er einföld og eitthvað sem margir ættu að kannast við: „Sko, við erum með þrjú börn og ég viðurkenni það fúslega að ég bara nenni ekki fínt út að borða með þeim ennþá. En ef við förum tvö þá höldum við mikið upp á Habibi sem er geggjaður líbanskur staður.“


Svali og synirnir. 

Það er eitthvað heillandi við kaffihús og heimsókn á þau í Los Christianos er engin undantekning: „Það er kaffihús í gamla bænum sem mér finnst frábært að setjast niður á og hlusta á karlana og konurnar spjalla á spænsku. Það er eitthvað svo heillandi. Tala hátt, hlægja mikið og virðast vera sátt við lífið og tilveruna.“


„Svona var útsýnið af skrifstofunni um helgina,“ skrifar Svali við þessa mynd í febrúar.

Næstum einn bíl per íbúa

Á Tenerife eru bílarnir margir og umferðin mikil, enda gengur fjölskyldan mikið, auk þess að notast við einkabílinn. „Það er reyndar ekkert sérstakt að vera á bíl hér, lítið um bílastæði og mikil traffík. Við göngum mikið en svo erum við með bíl sem við notum líka. Hér býr um ein miljón íbúa, á eyjunni, og mér skilst að hér séu um sjö hundruð þúsund bílar í umferð.“

Allar árstíðir hafa sinn sjarma

Sumarið dettur inn í apríl á Tenerife, sem er eitthvað sem við Frónbúar, sem enn erum að bíða eftir vori, getum öfundað Svala af. „Hér er mjög gaman í febrúar, karnival af öllum gerðum og svaka stuð. En svo er svo merkilegt að allar árstíðir hafa sinn sjarma. Hér er vetur frá desember og út febrúar. Þá er heldur svalara á kvöldin, dettur í 15 til 16 gráður en dagurinn er fínn, um 22 gráður. Það snjóar uppi í fjöllum og maður hefur lent í því að fá ekki að komast leiðar sinnar uppi í fjöllum vegna snjóa. Sem er athyglisvert þegar maður keyrir úr 22 gráðum í -6 gráður uppi á Teide-sléttunni. Svo fer að vora í mars og möndlutrén að blómstra, gríðarlega falleg og maður finnur að það er farið að hitna á kvöldin. Svo dettur sumarið inn í apríl, sól og hiti alla daga. Hef bara vanist þessu býsna vel.“

Svali var ekki búinn að vera lengi á Tenerife þegar hann var farinn að vinna fyrir VITA -ferðaskrifstofu og fer hann með einstaklinga í alls kyns hreyfiferðir um alla eyjuna og segir hann hana stórkostlega.

„Hana þurfa allir að skoða sem koma hingað. Masca, Garachico, La Laguna, Santa Cruz, Píramídarnir í Guimar og margt fleira. Ég fer með fólk út um allt,“ segir Svali, sem segir Los Cristianos lítinn bæ og því sennilega mest gaman fyrir þá sem heimsækja hann í fyrsta sinn að upplifa bara gamla bæinn.


Einn af þeim fjölmörgu íslensku hópum sem Svali hefur farið með í hjólaferðir um Tenerife.

Fylgjast má með Svala á Snapchat: svalik, Instagram, Facebook og blogginu hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Fjölnir ræður nýjan þjálfara meistaraflokks karla

Fjölnir ræður nýjan þjálfara meistaraflokks karla
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Átta sig á því að erfitt verði að halda í Haaland næsta sumar – Chelsea og Liverpool nefnd til sögunnar

Átta sig á því að erfitt verði að halda í Haaland næsta sumar – Chelsea og Liverpool nefnd til sögunnar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu kostulegt myndband: Beið eftir aðdáendum fram að lokun en enginn lét sjá sig

Sjáðu kostulegt myndband: Beið eftir aðdáendum fram að lokun en enginn lét sjá sig
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ekið á mann sem hafði orðið fyrir líkamsárás skömmu áður

Ekið á mann sem hafði orðið fyrir líkamsárás skömmu áður
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Puigdemont handtekinn á Ítalíu

Puigdemont handtekinn á Ítalíu
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum kennari ætlar sér að gera klám í geimfari Elon Musk

Fyrrum kennari ætlar sér að gera klám í geimfari Elon Musk
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað byrjunarlið Arsenal hefur gjörbreyst á einu og hálfu ári

Sjáðu hvað byrjunarlið Arsenal hefur gjörbreyst á einu og hálfu ári

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.