fbpx
Laugardagur 18.maí 2024

Gyðjan vakti athygli í gegnsæjum kjól

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 27. september 2017 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Lilja Gyðja Guðjónsdóttir var glæsileg á Miss Universe Iceland keppninni sem haldin var í Gamla bíó á mánudagskvöldið. Bleikt fékk að forvitnast um undirbúning Gyðjunnar fyrir kvöldið og heildarútlitið.

Sigrún Lilja, sem oftast er þekkt sem Gyðjan, vakti athygli þegar hún mætti á Miss Universe Iceland keppnina í glæsilegum sérsaumuðum gegnsæjum kjól og skartaði síðu svörtu tagli, en fylgjendur hennar á Snapchat: theworldofgydja, fylgdust spenntir yfir daginn með undirbúningnum. Sigrún Lilja styður með hönnunarmerkinu sínu Gyðju Collection við Miss Universe Iceland keppnina.

Við heyrðum í Sigrúnu Lilju og spjölluðum við hana um undirbúninginn fyrir kvöldið.

Segðu okkur aðeins frá kjólnum sem þú varst í 

Ég vinn mikið með Selmu Ragnarsdóttur kjólameistara þegar kemur að viðburðum og það var engin undantekning á núna en að þessu sinni þá ákvað ég með mjög stuttum fyrirvara að fara á keppnina þannig að það þurfti að töfra fram kjól á 48 tímum. Selma er orðin vön því að ég er stundum í seinna lagi, en ég held ég hafi slegið öll met í þetta sinn. Til að spara tíma þá kom ég með þá hugmynd að ég myndi kaupa samfellu og efni sem úr yrði saumaður kjóll. Selmu leist vel á hugmyndina og fannst það spennandi að gera eitthvað svona öðruvísi. Hún er auðvitað gríðarlega hæfileikarík á sínu sviði og ég bara trúði því varla þegar ég mátaði kjólinn á mánudeginum hvað hún hafði náð að gera úr þessum efnivið. Samfellan var nude lituð og efnið þunnt gegnsætt siffon með gylltum blæ. Hún tók samfelluna í sundur á einum stað og bætti við bútum ásamt því að festa við hana pilsið og ermarnar úr sama efni.

Þetta gerðist allt mjög hratt og sem dæmi þá var ég mætt fyrir utan efnabúðina til að kaupa meira efni þegar hún opnaði á mánudagsmorgninum til að koma því til Selmu og svo tók ég símafundi á meðan hún kláraði kjólinn á staðnum.

Við vorum báðar rosalega ánægðar með útkomuna og er gaman að sjá hvað hægt er að setja saman úr efnivið sem þessum á stuttum tíma þegar viljinn er fyrir hendi.

En förðunin hver sá um hana ?

Hanna Rún dansari sá um förðunina og hárið. Það er varla hægt að fá betri manneskju í verkefnið enda er hún þaulvön að græja sig og aðra fyrir stórar danskeppnir. Hún er með allskonar trikk sem hún dregur upp úr reynslubankanum varðandi „glow” og „flawless” húð svo fátt eitt sé nefnt. Hún setti til dæmis rautt glimmer yfir varalitinn sem gerði alveg förðunina. Ég var alveg rosalega ánægð með förðunina og það er ótrúlegt hvað hún náði þessu vel í fyrsta, þar sem hún hefur aldrei farðað mig áður. En hún er bara með þetta í sér og veit hvað þarf til að ná fram flottu heildarútliti og hún hikar ekki við að nýta öll sín leyndarmál til að maður fari brosandi hringinn frá henni.

En hárið þú varst með sítt, svart tagl?

Ég er með sítt og þykkt hár sjálf en mig langaði að hafa það ennþá síðara og nældi mér því í clip in hárlengingar í versluninni Alena.is. Þetta eru ekta lengingar sem bæði er hægt að nota þegar maður gerir tagl eins og þetta eða bara þegar maður vill hafa það slegið. Hanna Rún er auðvitað þaulvön að gera glerfín tögl fyrir keppnir þannig að hún gerði hárið líka og kom það rosalega vel út. Hún sleikti það aftur og notaði hin ýmsu efni svo það myndi haldast. Svo bætti hún lengingunum við einni af annari. Að endingu festi hún þetta með klipptum sokkabuxum og vafði svo hári utan um og ég hefði örugglega getað slammað án þess að hárið myndi hreyfast nokkuð.

En skartið og skórnir?

Ég var með perluhvítt Gyðju úr, sem er unnið úr íslensku laxaroði og 24 kk gyllingu. Það passaði vel við. Svo var ég í bronz lituðum Gyðju skóm sem eru líka úr íslensku roði.

Heildarútkoman var virkilega flott eins og sjá má og geislaði Gyðjan á kvöldinu og vakti mikla athygli.

Fyrir áhugasama þá er hægt að fylgjast með Sigrún Lilju Gyðju á Snapchat: theworldofgydja.

Gyðja Collection á Facebook.

Hanna Rún er með Snapchat: hannarun.is og bloggsíðu.

Selma kjólameistari á Facebook.

Arna Ýr Jónsdóttir Miss Universe Iceland 2017 og Sigrún Lilja Gyðja.
Sigrún Lilja Gyðja og Manuela Ósk Harðardóttir, annar eigenda Miss Universe Iceland.
Sigrún Lilja Gyðja og Raquel Pelissier, einn dómara Miss Universe Iceland 2017.
Sigrún Lilja Gyðja og Amalie Lee, einn dómara Miss Universe Iceland 2017.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán Einar saumaði að Höllu Tómasdóttur – „Varst þú blind á hætturnar og þennan hrylling sem var að hlaðast upp?“

Stefán Einar saumaði að Höllu Tómasdóttur – „Varst þú blind á hætturnar og þennan hrylling sem var að hlaðast upp?“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfest að þessir þrír fari frá Arsenal í sumar

Staðfest að þessir þrír fari frá Arsenal í sumar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sakaður um að hafa dópað og nauðgað konu – Þarf að hitta geðlækni

Sakaður um að hafa dópað og nauðgað konu – Þarf að hitta geðlækni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Grafarvogsbúar þreyttir á hægri rétti – „Er ekki soldið spes að lögreglan gefi bara skít í þessa reglu líka?“

Grafarvogsbúar þreyttir á hægri rétti – „Er ekki soldið spes að lögreglan gefi bara skít í þessa reglu líka?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arne Slot skrifar undir hjá Liverpool í dag

Arne Slot skrifar undir hjá Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfestir að Tuchel sé í virku samtali við Manchester United

Staðfestir að Tuchel sé í virku samtali við Manchester United

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.