fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Nýjar hendur Guðmundar – Innan seilingar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. september 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin, Nýjar hendur, innan seilingar, um sögu Guðmundar Felix Grétarssonar, er nú í sýningum í Bíó Paradís.

Eftir að hafa misst báða handleggi í slysi, berst Guðmundur Felix fyrir því að vera fyrsti maðurinn í heiminum sem fær grædda á sig nýja handleggi. Baráttan tekur á og er tímafrek, endalaus bið en lífið heldur áfram. Hann finnur ástina, verður afi, flytur til Frakklands og bíður og bíður eftir nýjum höndum sem eru jú, innan seilingar.
Stórmerkileg saga Íslendings sem gengið hefur í gegnum ótrúlega atburði með húmor og lífsbaráttuna að vopni.

Myndin inniheldur atriði sem vakið geta óhug hjá börnum og viðkvæmu fólki.

Leikstjórar myndarinnar eru hinir margverðlaunuðu Markelsbræður, heimildamyndaleikstjórarnir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson. Myndin hefur tekið mörg ár í vinnslu þar sem bræðurnir hafa fylgt Guðmundi Felix eftir hvert fótmál í ígræðsluferlinu.

Heimildamyndin NÝJAR HENDUR er um 63 mínútna löng, framleidd af Ljósop ehf ásamt Markell Productions og Bellota Film í samvinnu við RÚV og France 5.

Heimasíða Bíó Paradís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli