fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Gunnar Helgason: „Jón Oddur og Jón Bjarni breyttu lífi mínu“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 15. júlí 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Gunnar Helgason er að leggja lokahönd á næstu bók sína, Siggi sítróna, sem fjallar um Stellu og fjölskyldu hennar: Mömmu Klikk, Pabba prófessor og Ömmu best en bókin kemur út um mánaðamótin október/nóvember. Barnabækur Gunnars hafa slegið í gegn hjá lesendum og þar á meðal bækur hans um fótboltastrákinn Jón Jónsson. Gunnar fékk Vorvindaverðlaun IBBY árið 2013 fyrir fótboltabækur sínar, sama ár hlaut hann Bókaverðlaun barnanna fyrir Aukaspyrna á Akureyri og 2015 hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Mamma klikk.

En hvaða bækur eru í uppáhaldi hjá Gunnari?

Hvaða barnabók er í eftirlæti?
„Bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna bera höfuð yfir allt annað, því þær komu út á háréttum tíma þegar ég var 8-9 ára og voru um tvíbura, sem bjuggu í blokk og áttu unglingssystur. Allt í þessum bókum var um okkur bræðurna. Það var ótrúlegt að lesa svona góða barnabók um sjálfan sig. Þetta hefur orðið til þess að ég er mjög hrifinn af sósíalískum realisma í barnabókum, enda skrifa ég bara um þannig. Hingað til allavega, gæti breyst, maður veit aldrei.
Mér fannst gaman að lesa Selur kemur í heimsókn og Mjóni rauðrefur, þar sem hugtökum er aðeins ruglað og börn að velta fyrir sér hvað hlutirnir heita og af hverju.“

Hvaða bók er uppáhalds?
„Það eru tvær sem koma strax upp í hugann. Óvinafagnaður eftir Einar Kárason, hún er eins og að lesa spennusögu, það er búið að skilja himsið frá kjarnanum í Íslendingasögunum, þarna eru karakterar sem maður hefur lesið um, en er búið að setja í nýjan búning sem er nútímalegri og nær manni og frásagnarmátinn þannig að margir eru sögumenn, sérstaklega þegar fótgönguliðarnir fengu að tjá sig, það fannst mér stórkostlegt. Og svo Konan við 1000 gráður sem mér finnst epísk skáldsaga um heila mannsævi og á sama tíma um atburði úr sögu Evrópu. Það fannst mér stórkostlegt að lesa og bókin vel skrifuð og höfundur snjall.“

Hvaða bók myndirðu mæla með fyrir aðra?
„Ég mæli með þessum bókum af framangreindum ástæðum. Svo mæli ég líka með barnabókum, til dæmis Skuggasögu eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur, Vetrarfrí og Vetrarhörkur eftir Hildi Knútsdóttur og svo var ég að lesa Úlfur og Edda eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttir og Langelstur í bekknum eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttir. Randalína og Mundi eftir Þórdísi Gísladóttur eru æðislega skemmtilegar bækur. Þessar bækur eru dæmi um hvað íslenskar barnabækur eru góðar, en ég les enn barnabækur þó ég sé hættur að lesa fyrir börnin mín. Ef ég  lendi á góðri barnabók þá finnst mér það skemmtilegra. Ég er að skrifa barnabækur og mig langar að sjá hvað er að gerast og ég reyni líka að lesa erlendar barnabækur. Bækurnar hans Ævars eru heimsklassabækur. Ég er að lesa bækur David Walliams og ég finn engan mun á hans bókum og okkar bestu bókum. Það eru ótrúlega margar góðar barnabækur að koma út um þessar mundir.“

Hvaða bók hefurðu lesið oftast?
„Ætli það sé ekki Gerpla, ég er búinn með hana fjórum sinnum. Ég las hana þrisvar í menntaskóla og einu sinni síðan. Svo er ég búinn að lesa Óvinafagnaður og Bróðir minn Ljónshjarta tvisvar, Laxdælu og Brennu-Njálssögu. Mér fannst ég aldrei vera með lokakaflann á hreinu þannig að ég las hann um daginn.“

Hvaða bók breytti lífi þínu og hvernig?
„Það er náttúrulega Jón Oddur og Jón Bjarni, það var í fyrsta sinn sem ég las um raunveruleika íslenska barna, minna jafnaldra. Þeir fóru til dæmis upp á öskuhauga, ég fór þangað sjálfur með pabba. Þetta var nærumhverfi manns, bækurnar voru um okkar tíma og gerðu það að verkum að líf manns varð merkilegra, að það væri þess virði að skrifa bók um það. Ég hef heyrt svipuð viðbrögð frá börnum sem hafa lesið fótboltabækurnar mínar og það gleður mig ótrúlega mikið. Að önnur börn upplifi það sem ég upplifði sjálfur.“

Hvaða bók bíður þín næst?
„Ég þarf að fara að skila Brjálaði tannlæknirinn eftir David Walliams, ég kemst bara ekki inn í hana. Bókasafn Hafnarfjarðar verður að sýna smá þolinmæði af því ég er kominn fram yfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 2 klukkutímum

Solskjær fær allan aurinn fyrir Lukaku í janúar

Solskjær fær allan aurinn fyrir Lukaku í janúar
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Ekki séríslenskt að verslanir og veitingahús berjist í bökkum

Ekki séríslenskt að verslanir og veitingahús berjist í bökkum
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Starri Reynisson er nýr formaður Ungra Evrópusinna

Starri Reynisson er nýr formaður Ungra Evrópusinna
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Unnustan hans Villa bannar honum að kaupa Sjónvarp Símans: „Happy wife, happy life“

Unnustan hans Villa bannar honum að kaupa Sjónvarp Símans: „Happy wife, happy life“
433
Fyrir 3 klukkutímum

Grótta selur markvörð sinn til Benfica

Grótta selur markvörð sinn til Benfica
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Aron á batavegi eftir alvarlegt bílslys og tíu daga á gjörgæslu: Góðir félagar halda styrktarleik

Aron á batavegi eftir alvarlegt bílslys og tíu daga á gjörgæslu: Góðir félagar halda styrktarleik
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Hjörtur Smári: Ferð þú á mis við 180 þúsund krónur á ári? Svona gætirðu eignast 45 milljónir við starfslok

Hjörtur Smári: Ferð þú á mis við 180 þúsund krónur á ári? Svona gætirðu eignast 45 milljónir við starfslok
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Jón Ólafsson fær átta milljarða króna innspýtingu: „Mikil viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð“

Jón Ólafsson fær átta milljarða króna innspýtingu: „Mikil viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð“