fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Kona fer í stríð er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. september 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. Myndin var valin af meðlimum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, í rafrænni kosningu sem lauk á miðnætti í gær, 19. september. 

Kosið var á milli níu íslenskra kvikmynda sem uppfylltu skilyrði bandarísku Óskarsverðlauna akademíunnar: Andið eðlilega, í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur; Kona fer í stríð, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar; Lof mér að falla, í leikstjórn Baldvins Z; Lói – þú flýgur aldrei einn, í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar; Rökkur, í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen; Sumarbörn, í leikstjórn Guðrúnar Ragnarsdóttur;  Svanurinn, í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur; Vargur, í leikstjórn Barkar Sigþórssonar; Víti í Vestmannaeyjum, í leikstjórn Braga Þórs Hilmarssonar.

Íslenska framlagið keppir í flokki erlendra kvikmynda, en sú keppni hefst með forvali Óskarsverðlauna akademíunnar sem tilnefnir 5 erlendar kvikmyndir til að keppa endanlega um styttuna frægu. Valið á myndunum fimm verður tilkynnt þann 22. janúar 2019.

Auk Óskarsverðlaunanna, hefur Kona fer í stríð verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs sem tilkynnt verður um þann 31. október nk. Myndin er enfremur tilnefnd til LUX-verðlaunanna, sem eru kvikmyndaverðlaun Evrópusambandsins og tilkynnt verða 14. nóvember og eins er myndin tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, en úrslit þeirra verða tilkynnt þann 15. desember 2018.

Að sögn formanns ÍKSA, Hlínar Jóhannesdóttir, framleiðanda, var gríðarlegur áhugi fyrir kosningunni í ár, enda sjaldan jafnmargar íslenskar kvikmyndir keppt um þennan heiður, Þá var einnig metþátttaka í kosningunni nú. Á kjörskrá ÍKSA voru 536 meðlimir Íslensku kvikmynda & sjónvarpsakademíunnar, sá yngsti 10 ára og sá elsti að nálgast áttrætt, en forsendur aðildar að akademíunni er að viðkomandi hafi unnið í tveimur eða fleiri kvikmynda- eða sjónvarpsverkefnum, í störfum sem falla undir keppnisflokka Eddunnar.

Outcome kannanir héldu utan um framkvæmdina og í samræmi við ákvörðun stjórnar verða frekari upplýsingar um hlutföll atkvæða ekki gerð opinber.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu