fbpx
Miðvikudagur 21.apríl 2021
Fókus

Endalaust vekur fólk til umhugsunar um umhverfismál

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. september 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýningin Endalaust var opnuð þann 30. ágúst síðastliðinn í Duus Húsum í Reykjanesbæ. Á henni má sjá verk 20 hönnuða og handverksfólks sem eiga það sameiginlegt að vinna með hráefni sem annars færi forgörðum. Hönnuðum sem eiga það jafnframt sameiginlegt að koma inn á því stigi hringrásarinnar að þeirra hlutverk er að gjörnýta hráefni.

Við lifum í miklu neyslusamfélagi. Á hverjum degi er hent miklu magni af hverskyns rusli og afgöngum. Ef litið er á ruslið sem spennandi hráefni er hægt að breyta þessu úr vítahring í hringrás. Hráefnið verður þá efniviður í nýja hluti í stað þess að vera íþyngjandi rusl. Þannig verður til endalaus hringrás.

Sóunin fór fyrst að eiga sér stað með aukinni iðnvæðingu og kröfunni um síaukinn hraða og framlegð á hverja vinnustund. Nú er offramleiðsla á á flestum sviðum og flest erum við ómeðvituð um það rusl sem við skiljum eftir okkur á jörðinni.

Skapandi fólk þarf að vera í fararbroddi við að taka næstu skref til að snúa við þessari þróun og benda á nýjar lausnir við að gjörnýta það sem í dag kallast rusl.

Á sýningunni má einnig sjá stuttmynd um efni og endurvinnslu sem Þráðlausar (þær Ragnheiður Stefánsdóttir og Margrét Katrín Guttormsdóttir) gerðu en henni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um umhverfismál.

Sýnendur eru:AFTUR, Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir, Ásthildur Magnúsdóttir, Dögg GuðmundsdóttirFlétta og Steinunn Eyja Halldórsdóttir,Friðbjörg Kristmundsdóttir, Guðrún Borghildur Ingvarsdóttir, HandabandHelga Ragnhildur MogensenKristín Sigfríður Garðarsdóttir og Áslaug Snorradóttir, Magna Rún, Olga Bergljót, Ólöf Erla BjarnadóttirStudio PortlandStudio TrippinUnnur Karlsdóttir – LjósberinnUSEE STUDÍO, Vala Sigþrúðar Jónsdóttir, Ýrúrarí og Þráðlausar.

Sýningarstjóri er Ragna Fróða.

Endalaust er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og HANDVERKS OG HÖNNUNAR og er styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Sýningin er opin alla daga til 4. nóvember kl. 12-17.

Í tengslum við sýninguna verða haldnar tvær vinnustofur fyrir almenning dagana 15. sept. (Handaband) og 6. okt. (Þráðlausar). Vinnustofurnar verða kl. 14-16.

Sýningin er jafnframt skólasýning allra grunnskóla í Reykjanesbæ haustið 2018 og mun stuttmyndin sem Þráðlausar gerðu um efni og endurvinnslu verða notuð sem innblástur fyrir nemendur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lizzo sendi Chris Evans skilaboð undir áhrifum áfengis – Sjáðu hverju hann svaraði

Lizzo sendi Chris Evans skilaboð undir áhrifum áfengis – Sjáðu hverju hann svaraði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sóldís selur erótískt myndefni á netinu – „Ég heyrði fyrst í mömmu og hún sagði „go for it““

Sóldís selur erótískt myndefni á netinu – „Ég heyrði fyrst í mömmu og hún sagði „go for it““
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta hafa Íslendingar að segja um smitin í dag – „Vonandi var gaman á leikskólanum litlu skítarnir ykkar“

Þetta hafa Íslendingar að segja um smitin í dag – „Vonandi var gaman á leikskólanum litlu skítarnir ykkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

OnlyFans umræðan ennþá í fullum gangi: Manuela Ósk fær að heyra það fyrir druslusmánun – Katrín Edda biðst afsökunar

OnlyFans umræðan ennþá í fullum gangi: Manuela Ósk fær að heyra það fyrir druslusmánun – Katrín Edda biðst afsökunar
FókusViðtalið
Fyrir 4 dögum

Anna Svava um móðurhlutverkið – Ég set þau helst ekki í pössun

Anna Svava um móðurhlutverkið – Ég set þau helst ekki í pössun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta óttast karlar og konur mest í kynlífi

Þetta óttast karlar og konur mest í kynlífi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikkonan Helen McCrory er látin – „Hún dó eins og hún lifði. Óttalaus“

Leikkonan Helen McCrory er látin – „Hún dó eins og hún lifði. Óttalaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ekki gera þessi mistök ef þú ferð að gosinu – „Ég þurfti að labba heim á tánum“

Ekki gera þessi mistök ef þú ferð að gosinu – „Ég þurfti að labba heim á tánum“