fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fókus

Nýjar goðsagnir og ljúfsár nostalgía

O, Brazen Age eftir kanadíska leikstjórann Alexander Carson sýnd í Bíó Paradís –

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 8. apríl 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina verður kanadíska kvikmyndin O, Brazen Age sýnd í Bíó Paradís. Myndin hefur hlotið góðar viðtökur, meðal annars á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í fyrra.

Myndin fjallar um gamlan vinahóp í Toronto, listaspírur í kringum þrítugt. Myndin segir nokkrar samtengdar sögur af hópnum og er lágstemmd vangavelta um trú, minningar, afbrýðisemi, söknuð og það að fullorðnast.

Þetta fyrsta mynd leikstjórans Alexanders Carson, en margir af aðalleikurunum eru nánir vinir hans eða fjölskyldumeðlimir, meðal annars íslenski fjöllistamaðurinn Atli Bollason sem leikur einn vinanna.

Glatað sakleysi

Alexander Carson, leikstjóri og höfundur O, Brazen Age, segir að hann hafi stefnt að því að skapa melankólíska stemningu og nostalgískt andrúmsloft í myndinni.

„Myndin er algjörlega gegnsýrð af löngun í eitthvað sem ekki í seilingarfjarlægð, hvort sem það er í víðum, andlegum skilningi, eða á persónulegri og tilfinningalegri hátt,“ segir Alexander í viðtali við DV.

Hann tekur undir að sagan sé einhvers konar þroskasaga kynslóðar, sem tekst á við endalok ákveðins tímabils.

„Flestir karakterarnir eru á seinni hluta þrítugsáranna og lifa á ýmsum snertipunktum lista- og bókmenntasenunnar í Toronto. Þau eru öll að leita að leiðum til að skapa merkingu í lífinu, eru að kljást við þann mismun sem þau hafa upplifað milli hins fullkomna heims sem þeim var lofað sem börn og hins harða veruleika sem þau rekast á þegar þau fullorðnast. Persónurnar eru þannig stöðugt að líta til baka, harma sakleysi sem hefur glatast um það bil á sama tíma og ný öld hefur gengur í garð, með hinum hörmulegu atburðum 11. september, og þá uppgötvun að goðsagnir barnæsku þeirra virka ekki fyrir þau á fullorðinsárunum,“ segir Alexander.

Mér finnst líka eins og myndin sé tilraun til að endurhugsa myndhverfingar og erkitýpur vestrænnar menningar á póstmódernískum tímum og skilgreina nýjar goðsagnir.

Þurfum að skilgreina nýjar goðsagnir

„Mig langaði að skoða þessa nostalgíu bæði í listrænni stjórnun myndarinnar og kvikmyndatökunni, sérstaklega með því að nota stælingu (e. pastiche) á fagurfræði tíunda áratugarins – þarna eru gamlir bílar, gamaldags föt, og svo framvegis,“ segir Alexander um hvernig hann reyndi að draga fram nostalgíuna.

„Þessi nostalgíska þráhyggja myndarinnar er ljúfsár þjáning, sem er allt í senn falleg, ljóðræn og sorgleg. En mér finnst líka eins og O, Brazen Age sé tilraun til að endurhugsa myndhverfingar og erkitýpur vestrænnar menningar á póstmódernískum tímum og skilgreina nýjar goðsagnir. Myndin fjallar því um það að semja um frið við fortíðina og að reyna að ímynda sér annars konar framtíð,“ segir hann.

Skrýtin, hrífandi og frábær

Hvernig kom það til að þú fékkst Atla Bollason, fjöllistamann en ólærðan og reynslulítinn leikara, til að fara með hlutverk í myndinni?

Frammistaða Atla í myndinni er skrýtin, hrífandi og frábær.

„Ég hef alltaf unnið bíómyndirnar mínar með hjálp vina og fjölskyldu og ég fæ mikla orku úr því að vinna með nánum vinum og fólki sem fyllir mig andagift,“ segir hann.

„Ég hitti Atla þegar við vorum báðir í framhaldsnámi við Concordia-háskóla í Montreal. Við fíluðum margar sömu bækurnar, myndirnar og tónlist, svo við byrjuðum að hanga saman. Ég bað hann fljótt um að leika lítið hlutverk í stuttmynd sem ég gerði: We Refuse to be Cold. Það var mjög skemmtilegt ferli og við höfum unnið nokkrum sinnum saman síðan þá. Fyrir O, Brazen Age þurfti ég að gera enn meiri kröfur til Atla sem leikara, en ég var viss um að hann gæti það. Frammistaða hans í myndinni er skrýtin, hrífandi og frábær. Ég er mikill aðdáandi þess að vinna með fólki sem er ekki leikarar. Frekar en að treysta á nokkuð fyrirsjáanlega nákvæmni atvinnuleikara, er ég spenntari fyrir sérstæðum og óvæntum eiginleikum ólærðra leika. O, Brazen Age inniheldur þannig fjörmikla blöndu af margs konar leikstíl – blöndu sem er full af orku, persónuleika og ást,“ segir Alexander.

O, Brazen Age er sýnd á föstudag og laugardagskvöld í Bíó Paradís.

Atli Bollason í hlutverk flipparans og listaspírunnar Atla í O, Brazen Age.
Íslenskur flippari Atli Bollason í hlutverk flipparans og listaspírunnar Atla í O, Brazen Age.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí