fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fókus

Helvíti í litlu herbergi

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 5. apríl 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast eins og er að maður hlakkaði ekki beint til að sjá Room, sögu um konu og barn sem er haldið innilokuðum af misindismanni og minnir óþægilega mikið á hryllinginn í kringum Fritzl í Austurríki. En áherslan hér er á hið mannlega frekar en hið ómannlega. Ofbeldismaðurinn er að mestu utan myndar þó að við finnum fyrir skelfilegri návist hans, en meira að segja hann fær snert af mennsku, maður sem missir vinnuna og grípur til vondra ráða.

Myndin gerist, eins og gefur að skilja, að miklu leyti í einu litlu herbergi og hefur Brie Larson verðskuldað fengið mikið lof og Óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Ekki mæðir síður mikið á hinum unga Jacob Tremblay, sem stendur sig með prýði. Myndin er á sinn hátt heimspekileg, hvernig er fyrir ungan dreng að kynnast heimi sem hann þekkir ekki nema af afspurn, nokkurs konar Kaspar Hauser 21. aldar. Hún verður einnig æsispennandi þegar lagt er á ráðin um flótta, því sjaldan finnst manni jafn mikið í húfi.

Sá hluti myndarinnar sem gerist í herberginu er kvikmyndaafrek, en fyrir utan það fetar hún kunnuglegri slóðir. Eigi að síður er maður minntur á að þegar fólk hefur upplifað helvíti er þrautagöngunni ekki endilega lokið þegar björgin berst, og á jafn vel við um Leif Muller eftir vistina í Sachsenhausen og um flóttamenn frá stríðssvæðum í dag. Og maður hefur svo mikla samúð með mæðginunum að maður vill helst fylgjast með þeim sem lengst og vill því helst ekki að myndinni ljúki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí