fbpx
Fimmtudagur 26.janúar 2023
Fókus

Erfitt að eiga við ástina

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 8. mars 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2015 var ár einstæðingsins, eða „skrýtna kallsins“ í íslenskum kvikmyndum. Nú virðist hins vegar komið að ástarmyndunum. Og margt hefur breyst í ástarlífi landans. Samfarir eru ekki lengur samfara sveitaböllum, farið er í leikhús og á listasöfn. Karlmenn óttast það mest af öllu að virka „krípí“ og konur eru ekki endilega á því að hlaupa beint í sambönd. Notast er við samskiptamiðla og það eru góð ráð að hringja ekki á kvöldin í fyrsta skiptið. Og gott ef Reykjavíkurtjörn virkar ekki bara andskoti rómantísk á góðviðrisdegi. Ef aðeins við hefðum fleiri slíka.

Sögusvið myndarinnar er auglýsingastofa, sú var tíð að auglýsingagerðarmenn töldust útsæði Satans en eftir Mad Men eru þeir orðnir menningarhetjur, þeir einu sem eru á fullum launum við skapandi skrif án ríkisstyrkja. Ágætis pælingar sölumannanna um bjartsýni auglýsinga andstætt svartsýni frétta fylgja. Myndin tekur mið af samtíma sínum og fer ágætlega af stað. En fljótt fer að halla undan fæti.

Söguhetjur eru sóttar beint í „rom-com“ fyrirmyndir að vestan, óframfærna aðalpersónan og „slísí“ besti vinurinn sem blaðrar eitthvað um Suður-Evrópu og er með plakat af Berlusconi á veggnum ef við skyldum ekki átta okkur á persónunni. Gallinn er ekki fyrst og fremst hvað persónurnar minna lítið á raunverulegar manneskjur heldur sá að hér er framin höfuðsynd rómantískra gamanmynda: Manni stendur á sama um hvort fólk nái saman eða ekki.

Gallinn er ekki fyrst og fremst hvað persónurnar minna lítið á raunverulegar manneskjur heldur sá að hér er framin höfuðsynd rómantískra gamanmynda: Manni stendur á sama um hvort fólk nái saman eða ekki.

Engin sérstök ástæða er fyrir því að Húbert og Hanna eigi að finna hvort annað, nema þau annars góðu rök að hvorugt virðist geta gert betur, en það dugir ekki í bíó. Hún hefur þann helsta kost að vera frænka þeirrar sem slísí gaurinn reynir við, og hann gerir heldur ekki mikið til að heilla nema að herma eftir Ólafi Ragnari í gríð og erg. Kannski kaus hún á móti Icesave, en það kemur þá ekki fram.

Að sjálfsögðu fær hún fljótt leiða á þessum eftirhermutilburðum, þó löngu á eftir áhorfandanum. Ekki virðist stráksi hafa mikinn persónuleika þar fyrir utan en getur ekki hætt að herma eftir. Og þessi eftirhermumál eru jafn óútskýrð og þau eru ófyndin. Líklegast hefði verið betra að gera hann að uppistandara sem festist í hlutverki sínu, en þá hefði líka þurft að hafa hann skemmtilegan, sem hefði jú verið til bóta í sjálfu sér. Nú, eða þá að láta Pálma Gestsson fara með hlutverk eftirhermunnar fyrst hann er á svæðinu, frekar en að afgreiða hann með einum „meta“ brandara.

Að sjálfsögðu vill Hanna helst snúa aftur til barnsföður síns, og sá vill það sama, en við eigum víst að vona að það gerist ekki. Ekki er gefin nein ástæða fyrir því að fyrrverandi þyki ekki góður kostur önnur en að frænkan hefur eitthvað á móti honum. Brandararnir gera flestir boð á undan sér, gömul kona kemur inn í eldhús og fer að tala um nýmóðins heimilistæki af engri sýnilegri ástæðu og að sjálfsögðu fer okkar maður að herma eftir henni og tala um hjálpartæki ástarlífsins. Eina góða brandarann er að finna á auglýsingaspjaldi myndarinnar. Og enn sem komið er ferst Íslendingum betur að fjalla um einsemdina en ástina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Vill að börnin sín taki feilspor

Vill að börnin sín taki feilspor
Fókus
Í gær

Biggi í Maus gefur út dansvænt skammdegispopp – „Má ég snúza meir?”

Biggi í Maus gefur út dansvænt skammdegispopp – „Má ég snúza meir?”
Fókus
Í gær

Makalaust grín gert að buxum íþróttavörumerkis Kate Hudson

Makalaust grín gert að buxum íþróttavörumerkis Kate Hudson
Fókus
Í gær

Kýldi fyrrverandi stílistann á rauða dreglinum

Kýldi fyrrverandi stílistann á rauða dreglinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þær þóttu kynþokkafyllstu konur heims og urðu milljónerar á undraverðu hári sínu – Sorgarsaga Sutherland systranna sjö

Þær þóttu kynþokkafyllstu konur heims og urðu milljónerar á undraverðu hári sínu – Sorgarsaga Sutherland systranna sjö
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna sem tók þátt í 28 manna hópkynlífi á hóteli kemur samstarfsfólki sínu til varnar

Klámstjarna sem tók þátt í 28 manna hópkynlífi á hóteli kemur samstarfsfólki sínu til varnar