Miðvikudagur 13.nóvember 2019
Fókus

Vígsluathöfn á Sólheimum í Grímsnesi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega voru list- og kirkjugripir vígðir í Sólheimskirkju í Grímsnesi, en bikarar og patínur voru unnar af heimilisfólkinu á Sólheimum undir handleiðslu Ingibjargar Karlsdóttur listakonu og kennara á Sólheimum. Það var Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup sem vígði gripina og séra Sveinn Alfreðsson prestur á Sólheimum aðstoðaði við vígsluna.

Mynd: Sveinn Hjörtur

Birgir Þórarinsson þingmaður og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur brugðu sér í vígsluathöfnina.

Mynd: Sveinn Hjörtur

„Eftir messukaffið fengum við einstaka kynningu á sögu, starfi, og hugsjón þeirri sem knýr samfélagið á Sólheimum,“ segir Sveinn Hjörtur. „Reynir Pétur sagði okkur söguna og sýndi okkur meðal annars gamla húsið en það er afar merkilegt og var virkilega gaman að heyra frá minningum Reynis, en hann kom aðeins þriggja ára til Sólheima.“

Kvöldinu lauk með söng og spilaði Reynir Pétur á munnhörpuna fyrir gesti.

Mynd: Sveinn Hjörtur

„Ég þakka fyrir hjartahlýjar móttökur og sé í hvert sinn sem ég kem í heimsókn til Sólheima í Grímsnesi hvar hrein og tær lind kærleikans og mannvirðingar er að finna. Það er ekki að ástæðulausu að maður sækist í þá miklu lind, þar er hreinleikinn, kærleikurinn, og virðingu að finna,“ segir Sveinn Hjörtur.

Mynd: Sveinn Hjörtur

Mynd: Sveinn Hjörtur

Mynd: Sveinn Hjörtur

Mynd: Sveinn Hjörtur

Mynd: Sveinn Hjörtur

Mynd: Sveinn Hjörtur

Mynd: Sveinn Hjörtur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingvar tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Ingvar tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý spáir fyrir Þorgerði Katrínu: „Þú þarft að velja annaðhvort hægri eða vinstri.“

Ellý spáir fyrir Þorgerði Katrínu: „Þú þarft að velja annaðhvort hægri eða vinstri.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Herdís Þóra: Þarna hefði 2 mánaða gamla dóttir mín getað dáið – „Ég hef sjaldan orðið jafn reið“

Herdís Þóra: Þarna hefði 2 mánaða gamla dóttir mín getað dáið – „Ég hef sjaldan orðið jafn reið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ásdís tekin af fíkniefnalögreglunni: „…Svo rosalega mikið kikk“

Ásdís tekin af fíkniefnalögreglunni: „…Svo rosalega mikið kikk“