Ellisif Tinna Víðisdóttir lögfræðingur
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Ellisif Tinna Víðisdóttir
2.094.167 kr. á mánuði
Ellisif Tinna starfaði sem framkvæmdastjóri Kirkjuráðs í 17 mánuði, frá vordögum 2015 til haustsins 2016.
Pressan greindi frá því að greiðslur til hennar hafi numið rúmri 51 milljón króna fyrir 17 mánaða starf, því mótmælti Oddur Einarsson, núverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, harðlega og sagði töluna miklu lægri.
Samkvæmt starfslokasamningi fékk hún full laun greidd í 12 mánuði eftir að hún lét af störfum, fékk hún því laun fyrir alls 29 mánuði.
Ellisif hefur starfað fyrir Viðreisn en á dögunum var hún svo skipuð dómari í Landsdómi til sex ára.
Þá starfar hún einnig sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.