fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Grill, gleði og gaman á götuhátíð

Götuveislan á Flateyri

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 2. júlí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar á Flateyri héldu bæjarhátíð sína, Götuveisluna, um Jónsmessuhelgina. Glatt var á hjalla og mikið fjör meðal bæjarbúa. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá föstudagskvöld og laugardag. Áður stóð hátíðin eitt kvöld og bar nafnið Ólafstúnshátíð, en í hittifyrra var nefnd valin og óskað eftir að allir bæjarbúar hjálpuðust að við að skipuleggja bæjarhátíð og árið í ár því það þriðja sem Götuveislan er haldin.

Hátíðin hófst með dúndurtónleikum Bjartmars Guðlaugssonar á hinum víðfræga Vagni á Flateyri, en nýir eigendur Vagnsins taka mót nýju sumri af miklum metnaði, spennandi dagskrá í farvatninu og munu Andrea Gylfadóttir og Sniglabandið spila þar núna um helgina, 30. júní–1. júlí.

Á laugardeginum klæddu stórir sem smáir sig í hina ýmsu búninga, reimuðu á sig hlaupaskóna og tóku sprettinn út Önundarfjörð. Flestir létu sér nægja tvo kílómetra en þrjár ofursprækar súperskutlur tóku fimm kílómetra og það næstum án þess að blása úr nös. Hjónin Jón og Gunna tóku svo á móti hlaupurum, íbúum og gestum í Gunnukaffi með dýrindis pítsusneiðum og gosi og var gerður góður rómur að. Siggi Hafberg bauð síðan upp á kajakferðir fyrir áhugasama.

Opið hús hjá heimamönnum

Það er hefð fyrir því að útvaldir heimamenn opni heimili sín fyrir gestum Götuveislunnar og á meðal þeirra voru hjónin Stanley og Alina Kordek sem buðu gestum að skoða gullfallegan skrúðgarð sem þau hafa af mikilli natni unnið að við húsið sitt.

Veislunni lauk svo með því að splunkuný útigrill voru formlega afhent bæjarbúum af Kvenfélaginu Brynju og fjórum vöskum piltum sem í sameiningu gerðu þennan draum að veruleika, ýmist með aurum eða högum höndum. Á Flateyri taka allir bæjarbúar þátt, með einum eða öðrum hætti. Þegar nálgaðist miðnætti var tendraður lítill varðeldur og við undirleik Jóa hljómaði söngurinn svo undirtók í fjöllunum. Dagskránni var svo lokað á Vagninum þar sem þeir Ari og Birgir sungu og spiluðu fyrir gesti.

Steinunn Einarsdóttir klæddi sig sem indíána í hlaupinu og má ætla að hér sé hún að gefa ungum hlaupurum góð hlauparáð.
Indíáni með hlauparáð Steinunn Einarsdóttir klæddi sig sem indíána í hlaupinu og má ætla að hér sé hún að gefa ungum hlaupurum góð hlauparáð.
Bæjarbúar klæddu sig í alls konar búninga fyrir hlaupið.
Furðuverur á ferð Bæjarbúar klæddu sig í alls konar búninga fyrir hlaupið.
Þessi herramaður mætti í kjól með hvolpa.
Kjóll og hvolpar Þessi herramaður mætti í kjól með hvolpa.
Sæbjörg Freyja Gísladóttir klæddi sig upp í búning fyrir hlaupið.
Skemmtilegt höfuðfat Sæbjörg Freyja Gísladóttir klæddi sig upp í búning fyrir hlaupið.
Elva Björk Höskuldsdóttir  tók á móti gestum í Gunnukaffi.
Brosmild afgreiðslumær Elva Björk Höskuldsdóttir tók á móti gestum í Gunnukaffi.
Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Stanley Kordek í gullfallegum skrúðgarði sem hann og kona hans, Alina, hafa af mikilli natni unnið að við húsið sitt.
Tekið á móti gestum Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Stanley Kordek í gullfallegum skrúðgarði sem hann og kona hans, Alina, hafa af mikilli natni unnið að við húsið sitt.
Fallegur skrúðgarður Alinu og Stanleys.
Sælureitur Fallegur skrúðgarður Alinu og Stanleys.
Það er fallegt um að litast á Flateyri.
Fallegt á Flateyri Það er fallegt um að litast á Flateyri.
Börn eru stór hluti af bæjarhátíðum og þessi hér brá á leik þegar ljósmyndara bar að.
Börnin leika sér Börn eru stór hluti af bæjarhátíðum og þessi hér brá á leik þegar ljósmyndara bar að.
Teikningar barnanna prýða þennan vegg.
Gulu karlarnir Teikningar barnanna prýða þennan vegg.
Guðrún Jónsdóttir bauð upp á hláturjóga í Minningargarðinum.
Hláturjóga Guðrún Jónsdóttir bauð upp á hláturjóga í Minningargarðinum.
Bæjarhátíðir eru ekki síst fyrir börnin, sem hér hoppa og leika sér.
Börnin skemmta sér Bæjarhátíðir eru ekki síst fyrir börnin, sem hér hoppa og leika sér.
Þessi ungi maður sýnir tilþrif í vatnsfjörinu.
Tilþrif Þessi ungi maður sýnir tilþrif í vatnsfjörinu.
Það er alltaf skemmtilegt að skella sér í vatnsfjör.
Blautt gaman Það er alltaf skemmtilegt að skella sér í vatnsfjör.
Palli Önna mætti á vörubílnum sínum sem breytt var í svið fyrir söngvakeppni. Undirspilið var klárt fyrir þá sem þurftu, en tæknivæddir, smávaxnir söngvarar voru oftar en ekki tilbúnir með sitt í snjalltækjunum.
Rétta lagið fundið Palli Önna mætti á vörubílnum sínum sem breytt var í svið fyrir söngvakeppni. Undirspilið var klárt fyrir þá sem þurftu, en tæknivæddir, smávaxnir söngvarar voru oftar en ekki tilbúnir með sitt í snjalltækjunum.
Þorbjörg Sigþórsdóttir og Hulda María Guðjónsdóttir skemmtu sér vel á Götuveislunni.
Gaman saman Þorbjörg Sigþórsdóttir og Hulda María Guðjónsdóttir skemmtu sér vel á Götuveislunni.
Vel var mætt á Götuveisluna, en á Flateyri búa um 130 manns.
Bæjarbúar taka þátt Vel var mætt á Götuveisluna, en á Flateyri búa um 130 manns.
Þétt setið í sumarsólinni og glatt á hjalla.
Glatt á hjalla Þétt setið í sumarsólinni og glatt á hjalla.
Undir miðnætti var tendraður varðeldur og sungu bæjarbúar saman svo undir tók í fjöllunum.
Söngur við varðeld Undir miðnætti var tendraður varðeldur og sungu bæjarbúar saman svo undir tók í fjöllunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel