Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur
92.889 kr. á mánuði´
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut blað í íþróttasögu Íslands þegar hún tryggði sér rétt til þátttöku í LPGA-mótaröðinni undir lok síðasta árs, fyrst íslenskra kvenna. Það sést glögglega á tekjum afrekskonunnar að hún lagði allt í sölurnar til þess að uppfylla draum sinn. Búast má við að hagur hennar hafi vænkað mjög á þessu ári, þökk sé verðlaunafé í mótaröðinni sem og styrktarsamningum.
Á dögunum náði Ólafía Þórunn þeim stórkostlega árangri að vinna sér inn keppnisrétt á KPMG-mótinu, sem er eitt af risamótum LPGA-mótaraðarinnar. Má búast við því að íslenskir golfáhugamenn fylgist spenntir með íslenska afrekskylfingnum.