Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival, sem fram fer á Reykjum á Reykjaströnd, hefur fest sig í sessi sem ein af tónlistarhátíðum sumarsins. Þar sameinast náttúrufegurð, skemmtileg stemning undir berum himni og frábær tónlist í einstaka þrennu sem þú vilt alls ekki missa af að upplifa. Tónlistarhátíðin fór fram í þriðja sinn um Jónsmessuhelgina og fram komu Mugison, Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar, Amabadama, Contalgen Funeral og Emmsjé Gauti.
Hjalti Árnason, lögfræðingur Byggðastofnunar, er mikill tónlistar- og tónleikaáhugamaður. Myndavélin fær alltaf að fylgja með og gaf Hjalti Birtu góðfúslega leyfi til að birta myndir sem hann tók á tónlistarhátíðinni. Fleiri myndir má sjá á ljósmyndasíðu Hjalta.
Heimafólkið í Contalgen Funeral hóf fjörið, rapparinn Emmsjé Gauti sá síðan um að rífa fólkið á fætur, en kappinn lék á als oddi og prílaði meðal annars upp á þak til að ná betur til mannfjöldans. Hinn geðþekki Mugison var næstur á svið, en hann er nú á tónleikaferð um landið, Amabadama með hina fjölhæfu Sölku Sól fremsta í flokki, steig síðan á svið og Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar sáu um að loka kvöldinu með þéttum takti.
Drangey sjálf blasir við tónleikagestum og geta gestir gert sér ferð út í eyjuna með Drangeyjarferðum, slík ferð er ógleymanleg upplifun. Drangey Music Festival er sannarlega frábær tónlistarhátíð sem vert er að setja í dagatalið og heimsækja að ári.
Seiðandi söngkona Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, söngkona Contalgen Funeral, er frábær á sviði.
Mynd: Hjalti Árna
Rapp fyrir alla Emmsjé Gauti rappar yfir fjöldann.
Mynd: Hjalti Árna
Stuðsveifla Það var þvílíkt stuð á strákunum.
Mynd: Hjalti Árna
Allir syngja með Ungur aðdáandi sá um að allir tækju undir.
Mynd: Hjalti Árna
Sá besti í heimi Nýlega nefndi Dave Grohl, forsprakki og söngvari hljómsveitarinnar Foo Fighters, Kela sem „besta trommara í fokking heiminum.“
Mynd: Hjalti Árna
Uppi á þaki Emmsjé Gauti lét sig ekki muna um að príla upp á þak.
Mynd: Hjalti Árna
[[B3E19A880D]]
Á háhesti Þegar maður er ekki hár í loftinu þá er gott að sitja á háhesti til að missa ekki af neinu.
Mynd: Hjalti Árna
Sólgleraugu eru nauðsyn Sólin brosti við tónlistargestum og þá er gott að eiga góð sólgleraugu.
Mynd: Hjalti Árna
Fjölskylduskemmtun Drangey Music Festival er fyrir alla fjölskylduna.
Mynd: Hjalti Árna
Töff trommari gefur tungu Arnar Gíslason, trommuleikari Dr. Spock, lamdi húðirnar með Mugison.
Mynd: Hjalti Árna
Meistari Mugison Mugison er þjóðlegur og flottur í lopapeysu í kvöldsólinni.
Mynd: Hjalti Árna
Í fjöldanum Mugison brá sér af sviðinu og út á meðal áhorfenda.
Mynd: Hjalti Árna
Glæsileg í gulu Steinunn Jónsdóttir í Amabadama syngur eins og engill.
Mynd: Hjalti Árna
Salka í sveiflu Salka Sól, söngkona Amabadama, tekur sporið.
Mynd: Hjalti Árna
Fjölhæf listakona Salka Sól lætur sér ekki nægja að syngja, hún spilar líka á trompet.
Mynd: Hjalti Árna
Flott tónlistarpar Gnúsi Yones og Steinunn Jónsdóttir eru flott saman, bæði á sviði og utan þess.
Mynd: Hjalti Árna
Fjörug tónlist Framtíðin er björt með Jónasi Sig og Ritvélum framtíðarinnar.
Mynd: Hjalti Árna
Klappað með Jónas hvetur áhorfendur til að syngja og klappa með.
Mynd: Hjalti Árna
Drangey blasir við Drangey sjálf blasir við tónleikagestum meðan tónlistar er notið.
Mynd: Hjalti Árna