fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Fjörug tónlist, frábær stemning og falleg náttúra

Drangey Music Festival – Þar sem vegurinn endar

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival, sem fram fer á Reykjum á Reykjaströnd, hefur fest sig í sessi sem ein af tónlistarhátíðum sumarsins. Þar sameinast náttúrufegurð, skemmtileg stemning undir berum himni og frábær tónlist í einstaka þrennu sem þú vilt alls ekki missa af að upplifa. Tónlistarhátíðin fór fram í þriðja sinn um Jónsmessuhelgina og fram komu Mugison, Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar, Amabadama, Contalgen Funeral og Emmsjé Gauti.

Hjalti Árnason, lögfræðingur Byggðastofnunar, er mikill tónlistar- og tónleikaáhugamaður. Myndavélin fær alltaf að fylgja með og gaf Hjalti Birtu góðfúslega leyfi til að birta myndir sem hann tók á tónlistarhátíðinni. Fleiri myndir má sjá á ljósmyndasíðu Hjalta.

Heimafólkið í Contalgen Funeral hóf fjörið, rapparinn Emmsjé Gauti sá síðan um að rífa fólkið á fætur, en kappinn lék á als oddi og prílaði meðal annars upp á þak til að ná betur til mannfjöldans. Hinn geðþekki Mugison var næstur á svið, en hann er nú á tónleikaferð um landið, Amabadama með hina fjölhæfu Sölku Sól fremsta í flokki, steig síðan á svið og Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar sáu um að loka kvöldinu með þéttum takti.

Drangey sjálf blasir við tónleikagestum og geta gestir gert sér ferð út í eyjuna með Drangeyjarferðum, slík ferð er ógleymanleg upplifun. Drangey Music Festival er sannarlega frábær tónlistarhátíð sem vert er að setja í dagatalið og heimsækja að ári.

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, söngkona Contalgen Funeral, er frábær á sviði.
Seiðandi söngkona Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, söngkona Contalgen Funeral, er frábær á sviði.

Mynd: Hjalti Árna

Emmsjé Gauti rappar yfir fjöldann.
Rapp fyrir alla Emmsjé Gauti rappar yfir fjöldann.

Mynd: Hjalti Árna

Það var þvílíkt stuð á strákunum.
Stuðsveifla Það var þvílíkt stuð á strákunum.

Mynd: Hjalti Árna

Ungur aðdáandi sá um að allir tækju undir.
Allir syngja með Ungur aðdáandi sá um að allir tækju undir.

Mynd: Hjalti Árna

Nýlega nefndi Dave Grohl, forsprakki og söngvari hljómsveitarinnar Foo Fighters, Kela sem „besta trommara í fokking heiminum.“
Sá besti í heimi Nýlega nefndi Dave Grohl, forsprakki og söngvari hljómsveitarinnar Foo Fighters, Kela sem „besta trommara í fokking heiminum.“

Mynd: Hjalti Árna

Emmsjé Gauti lét sig ekki muna um að príla upp á þak.
Uppi á þaki Emmsjé Gauti lét sig ekki muna um að príla upp á þak.

Mynd: Hjalti Árna

[[B3E19A880D]]

Þegar maður er ekki hár í loftinu þá er gott að sitja á háhesti til að missa ekki af neinu.
Á háhesti Þegar maður er ekki hár í loftinu þá er gott að sitja á háhesti til að missa ekki af neinu.

Mynd: Hjalti Árna

Sólin brosti við tónlistargestum og þá er gott að eiga góð sólgleraugu.
Sólgleraugu eru nauðsyn Sólin brosti við tónlistargestum og þá er gott að eiga góð sólgleraugu.

Mynd: Hjalti Árna

Drangey Music Festival er fyrir alla fjölskylduna.
Fjölskylduskemmtun Drangey Music Festival er fyrir alla fjölskylduna.

Mynd: Hjalti Árna

Arnar Gíslason, trommuleikari Dr. Spock, lamdi húðirnar með Mugison.
Töff trommari gefur tungu Arnar Gíslason, trommuleikari Dr. Spock, lamdi húðirnar með Mugison.

Mynd: Hjalti Árna

Mugison er þjóðlegur og flottur í lopapeysu í kvöldsólinni.
Meistari Mugison Mugison er þjóðlegur og flottur í lopapeysu í kvöldsólinni.

Mynd: Hjalti Árna

Mugison brá sér af sviðinu og út á meðal áhorfenda.
Í fjöldanum Mugison brá sér af sviðinu og út á meðal áhorfenda.

Mynd: Hjalti Árna

Steinunn Jónsdóttir í Amabadama syngur eins og engill.
Glæsileg í gulu Steinunn Jónsdóttir í Amabadama syngur eins og engill.

Mynd: Hjalti Árna

Salka Sól, söngkona Amabadama, tekur sporið.
Salka í sveiflu Salka Sól, söngkona Amabadama, tekur sporið.

Mynd: Hjalti Árna

Salka Sól lætur sér ekki nægja að syngja, hún spilar líka á trompet.
Fjölhæf listakona Salka Sól lætur sér ekki nægja að syngja, hún spilar líka á trompet.

Mynd: Hjalti Árna

Gnúsi Yones og Steinunn Jónsdóttir eru flott saman, bæði á sviði og utan þess.
Flott tónlistarpar Gnúsi Yones og Steinunn Jónsdóttir eru flott saman, bæði á sviði og utan þess.

Mynd: Hjalti Árna

Framtíðin er björt með Jónasi Sig og Ritvélum framtíðarinnar.
Fjörug tónlist Framtíðin er björt með Jónasi Sig og Ritvélum framtíðarinnar.

Mynd: Hjalti Árna

Jónas hvetur áhorfendur til að syngja og klappa með.
Klappað með Jónas hvetur áhorfendur til að syngja og klappa með.

Mynd: Hjalti Árna

Drangey sjálf blasir við tónleikagestum meðan tónlistar er notið.
Drangey blasir við Drangey sjálf blasir við tónleikagestum meðan tónlistar er notið.

Mynd: Hjalti Árna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar