fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Guðmundur missti náinn vin sem unglingur: „Þetta var rosa sjokk fyrir alla“

Auður Ösp
Mánudaginn 24. apríl 2017 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var svona einn af þeim hlutum sem sátu eftir frá unglingsárunum,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hjartasteinn en hann telur unga stráka vera opnari í dag hvað varðar tilfinningar sínar og andlega líðan. Sjálfur upplifði Guðmundur það sem unglingur að missa náinn vin, en sá piltur svipti sig lífi aðeins 17 ára gamall. Þetta kemur fram í viðtali við sjónvarpsþáttinn Mannamál á Hringbraut.

„Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði dauðfall. Þetta var strákur sem var mjög bjartur. Rosa gefandi strákur. Enginn bjóst við þessu, þetta var rosa sjokk fyrir alla. Ég get ekki ímyndað mér hvernig fjölskyldunni hans hefur liðið,“ segir Guðmundur en kvikmynd hans, Hjartasteinn er að hluta til byggt á hans eigin reynslu. Guðmundur átti seinna eftir að missa annan félaga sinn.

„Svo átti ég nokkra félaga sem reyndu að fremja sjálfsmorð. Þannig að þetta hefur verið mér hugleikið, af hverju þú stígur þetta skref og hvað er að gerast,“ bætir Guðmundur við en hann telur að ekkert eitt svar sé til við þeirri spurningu.

„Það er ekkert svar sem þú getur komist að. Stundum er þetta gert í óðagoti, stundum er þetta ekki ætlunin. Það er svo margt sem getur legið að baki.“

Hann segir drengi af sinni kynslóð í raun sjaldan hafa fengið tækifæri til að tjá sig um líðan sína og áttu því erfitt með að finna tilfinningum sínum farveg.

„Við áttum að vera harðir, við áttum ekki að sýna mikið af tilfinningum. Þannig var bara samfélagið. Ég held að þetta hafi setið í mörgum, að hafa enga leið til að tjá hvað maður var að ganga í gegnum.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=EEsVmD63ZCY&w=600&h=550]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín
Fókus
Fyrir 6 dögum

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér